fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Farið yfir strikið

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 1. júní 2018 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að æðstu stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins láti sér úrskurði og sektir Samkeppniseftirlitsins í léttu rúmi liggja og að siðferðisstrikið sem ákvarði rétta og ranga hegðun fyrirtækja sé óðum að mást út.  Á undanförnum árum hafa laun forstjóra og æðstu stjórnenda hækkað mikið. Fyrir hrun voru slík ofurlaun útskýrð með hinni gríðarmiklu ábyrgð sem fylgdi störfum stjórnenda, ábyrgð sem aldrei var öxluð þegar á reyndi.

Undanfarið hafa ýmis stórfyrirtæki þurft að greiða sektir til Samkeppniseftirlitsins vegna vafasamra starfshátta sinna. Síminn, , Byko, Samskip og Eimskip, Landsbankinn, Arion banki, Lyf og Heilsa, Hagar, Icelandair, Isavia, Valitor, og hafa öll þurft að beygja sig undir úrskurð Samkeppniseftirlitsins og sum greitt hundruð milljóna í sektir. Nú síðast Mjólkursamsalan, sem þurfti að punga út 480 milljónum króna í sekt. Þá er ótalin sektin sem Róbert Wessmann, forstjóri og stofnandi Alvogen og félagar hans þurftu að greiða vegna dóms Hæstarétts um saknæma og ólögmæta viðskiptahætti. Sektin nemur um 1.4 milljarði, með vöxtum og dráttarvöxtum og er sú hæsta hér á landi svo vitað sé.

En hvernig stendur á því að slíkum málum virðist fjölga ? Getur verið að sektirnar séu álitnar viðunandi áhættuþóknun til að halda viðskiptamódelinu gangandi, sem greiða jú ofurlaun stjórnenda ? Hefur það áhrif að neytendablinda og fréttagleymska íslendinga virðist krónísk, eða stendur öllum einfaldlega á sama, svo fremi sem þeir fá sinn skammt af efnishyggju og þáttaglápi ?

Eflaust er það svo og meira til.

Orðið á götunni er að þessi öfuga þróun fyrirtækjasiðferðis muni halda áfram, þangað til að persónur, en ekki fyrirtæki, verði gerðar ábyrgar gjörða sinna.

Svona eins og þegar starfsmenn fyrirtækja fá sér of mikið neðan í því á vinnustaðarskemmtunum og fara yfir strikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni