fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Sturlun í beinni og kaldhæðni örlaganna

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 13:24

Pétur Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að stundum geti örlögin verið tíkarleg. Þannig mætti alltént flokka umræðuna um „góða“ fólkið nýverið, sem byrjaði með stórfurðulegu viðtali Péturs Gunnlaugssonar við Hall Hallsson, fjölmiðlamann, á útvarpi Sögu í fyrradag. Hallur þykir hallur undir hægrið. Hann þykir einnig hafa nokkuð óhefðbundið veruleikaskyn og er með liðtækari samsæriskenningarsmiðum en hann líkti hinu pólitíska landsslagi á Íslandi við Dýrabæ George Orwell, (Animal farm), þar sem aðeins ríkti ein ríkisskoðun, í boði Egils Helgasonar, sem væri Napóleon og stjórnaði orðræðunni með harðri hendi úr Efstaleiti.

Varað er við lestri á næstu setningu sökum verulegrar hættu á kjánahrolli 

Hallur bliknaði þó í samanburðinum við Pétur, sem fyrir alvöru velti því fyrir sér, hvort stutt væri í að „góða“ fólkið á Íslandi léti drepa þá sem væru á öndverðum meiði en það sjálft; skjóta þá sem hefðu vondar skoðanir. Og þá mætti ekki lögsækja viðkomandi, né greina frá því, þar sem þeir látnu yrðu þá gerðir að píslarvottum. 

Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum. Þess má geta að Pétur er lögráða, fullorðinn maður.

Víkur þá sögunni að Margréti nokkurri Friðriksdóttur, sem hefur látið til sín taka í umræðunni um þjóðmál, ekki síst um innflytjendur og múslima. Margrét er sannkristin og telst nokkuð langt til hægri í stjórnmálum, en í gær greindi hún frá því að hún hefði beðið Semu Erlu Serdar, einn helsta talsmann „góða“ fólksins á Íslandi, afsökunar á að hafa hrint henni, eftir orðaskipti þeirra í milli á ballskákarstað föður Semu fyrir einhverju síðan. Er sú afsökunarbeiðni þegar talin með þeim alverstu sem heyrst hafa, en þar er hrindingin nánast réttlætt, þar sem hegðun Semu er sögð fasísk.

Svo óheppilega vildi til fyrir Margréti, að Sema sjálf hafði allt aðra sögu að segja um atburði umræddrar nætur. Segir hún Margréti hafa hótað að drepa sig, í vitna viðurvist og íhugar nú að kæra Margréti fyrir líflátshótanir, sem flestir geta sammælst um að sé ekki sérlega kristin hegðun. 

Í ljósi orða Péturs Gunnlaugssonar á útvarpi Sögu, um hvort „góða“ fólkið væri ekki steinssnar frá því að verða gripið einhverskonar morðæði á þeim sem eru ósammála því, sem er væntanlega fólk af hægri vængnum, verður framvindan að teljast nokkuð háðsleg.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“