fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Fundahamarsolnbogi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. júní 2018 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að hamagangurinn á þingi undanfarið sé farinn að taka sinn toll. Hæst hefur á góma borið veiðigjaldafrumvarpið, sem varð tilefni mikillar geðshræringar þingmanna stjórnarandstöðunnar, þar sem VG hafði tekið, að þeim fannst, ólöglega U-beygju í málinu. En auðvitað er stjórnmálaflokkum frjálst að skipta um skoðun, líkt og mannfólkinu.

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, gegnir einnig öðru forsetaembætti á sínum vinnustað, en hann er einnig aldursforseti þingsins, 63 ára. Hann fær þó ekkert greitt aukalega fyrir það, svo vitað sé. Hinsvegar er spurning hvort því ætti að breyta, þar sem starf forseta getur reynst nokkuð líkamlega erfitt, að því er virðist.

Hvort aldrinum sé um að kenna, rangri handabeitingu eða þingmönnum sem tala framyfir tíma sinn í pontu, með tilheyrandi hamarshöggum forseta skal ósagt látið, en alltént þurfti Steingrímur að gangast undir aðgerð  í síðasta mánuði vegna álagsmeiðsla og er því með höndina í fatla.

Orðið á götunni er að um svokallaðan fundahamarsolnboga sé að ræða, sem ekki skal ruglað við tennisolnboga, þó svo einkennin séu þau sömu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“