fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

Krafa um konu í stólinn

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 29. maí 2018 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að ýmis nöfn séu nú mátuð við borgarstjórastólinn í lofthreinsuðum bakherbergjum flokkanna, þar sem líkur eru á að borgarbúar sætti sig frekar við óháðan borgarstjóra en pólitískan, þegar litið er yfir oddvitana í Reykjavík. Eyþór og Dagur eru báðir umdeildir og ólíklegir til að verða sameiningartákn borgarbúa. Eyþór mun gera hvað sem er til að komast í meirihluta og Dagur líka, jafnvel þó það þýddi að gefa eftir borgarstjórastólinn. Dagur er hinsvegar vanur því að stjórna bak við tjöldin, líkt og þegar Jón Gnarr var borgarstjóri.

Þá er Þórdís Lóa, oddviti Viðreisnar, sögð hafa skilning á því að úrslit kosninganna verði seint túlkuð sem ákall Reykvíkinga um hana sem borgarstjóra. Aðrir oddvitar koma ekki til greina.

Orðið á götunni er að krafa Viðreisnar sé að kona verði fengin í stólinn að þessu sinni. Það sé ekki einungis tímabært, heldur sé það skýr niðurstaða kosninganna að konur fái sterkari rödd, þar sem 15 konur og átta karlar náðu kjöri á laugardaginn.

Orðið á götunni er að tvær konur séu ofarlega á blaði í hugmyndavinnu flokkanna. Það eru þær Halla Tómasdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi og stofnandi Auður Capital og Ragna Árnadóttir, fyrrum dómsmálaráðherra utanþings og nú hjá Landsvirkjun. Báðar búa þær að mikilli reynslu sem nýtist vel í starfi borgarstjóra og eru vel liðnar af bæði hægri og vinstri vængnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 5 klukkutímum

Lengjubikarinn: ÍA burstaði KA í undanúrslitum

Lengjubikarinn: ÍA burstaði KA í undanúrslitum
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Sigurður Árni með mikilvæg skilaboð: „Minning um rosalegan þjófnað hefur sótt á mig síðustu daga“

Sigurður Árni með mikilvæg skilaboð: „Minning um rosalegan þjófnað hefur sótt á mig síðustu daga“
Matur
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru skítugustu ávextirnir og grænmetið: Nýtt á listanum sem kemur þér á óvart

Þetta eru skítugustu ávextirnir og grænmetið: Nýtt á listanum sem kemur þér á óvart
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Myrkustu stundirnar í sögu YouTube: Misþyrmdu börnum fyrir smelli – „Ég reið ekki kettinum mínum“

Myrkustu stundirnar í sögu YouTube: Misþyrmdu börnum fyrir smelli – „Ég reið ekki kettinum mínum“
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Fordæma pizzumútur skólastjórnenda

Fordæma pizzumútur skólastjórnenda
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ronaldo fær væna sekt fyrir að grípa um slátrið

Ronaldo fær væna sekt fyrir að grípa um slátrið