fbpx
Mánudagur 17.júní 2019

Róbert hótar Fréttablaðinu lögbanni

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. maí 2018 18:40

Róbert Wessman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk lögmannsstofa krafðist þess fyrir hönd Alvogen Lux Holdings, eignarhaldsfélags lyfjafyrirtækisins Alvogen, sem stýrt er af Róberti Wessman, að Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, myndi ekki greina frá innihaldi fjárfestakynningar sem blaðið hafði undir höndum. Þetta er í enn eitt skiptið sem Róbert Wessman reynir að hafa áhrif á fréttaflutning fjölmiðla af málum sem tengjast fyrirtækjum í hans eigu.

Markaðurinn gerði ekkert með hótanir Alvogen og birtir í dag frétt um að forsvarsmenn Alvogen hafi ráðið fjárfestingarbankann Jefferies sem ráðgjafa í tengslum við mögulega sölu á starfsemi fyrirtækisins í mið- og austurhluta Evrópu. Í fjárfestakynningu sem bankinn hefur útbúið og Markaðurinn hefur undir höndum kemur fram að starfsemin hafi skilað tekjum upp á um 200 milljónir dala, sem jafngildir um 20,6 milljörðum króna, á síðasta ári.

Mikil leynd hefur ríkt yfir kynningunni, enda er Alvogen opinberlega ekki til sölu, hvorki að hluta né heild. En í kynningunni er ekki minnst berum orðum á Alvogen heldur er félag að nafni Alloy Group sagt hafa ráðið Jefferies til þess að veita ráðgjöf vegna sölunnar. Af efnisatriðum kynningarinnar má þó ljóslega ráða að hún fjalli um starfsemi lyfjafyrirtækisins Alvogen í Mið- og Austur-Evrópu, að því er fram kemur í Markaðnum í dag í Fréttablaðinu.

Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen, sagðist í samtali við Markaðinn ekki vilja tjá sig um trúnaðargögn. Hann sagði við Viðskiptablaðið í mars að engin ákvörðun hefði verið tekin um að selja starfsemi fyrirtækisins í Evrópu.

Athygli vekur, að Róbert Wessman og samstarfsmenn hans í Alvogen virðast grípa harkalega til varna þegar fjölmiðlar gera sig líklega til að fjalla um umsvif hans. Fyrir nokkrum árum tapaði Róbert dómsmáli sem hann höfðaði gegn Viðskiptablaðinu fyrir ærumeiðingar, hann hótaði ritstjóra Eyjunnar, Guðmundi Magnússyni og blaðakonunni Sigrúnu Davíðsdóttur í Lundúnum vegna fréttaflutnings þeirra og þá brást hann illa við þegar Stefán Einar Stefánsson, viðskiptablaðamaður Morgunblaðsins, sagði frá því í forsíðuúttekt blaðsins í mars að Róbert ætti sem forstjóri og stofnandi Alvogen, tilkall til ríflega 22 prósenta hlutar í lyfjafyrirtækinu. Fram kom að hlutur Róberts væri vistaður í sjálfseignarsjóði á skattaskjólinu Jersey.

Þetta er þeim mun athyglisverðara í ljósi þess að Róbert hefur ítrekað reynt að verða umsvifamikill á íslenskum fjölmiðlamarkaði.

Andrés Magnússon, fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins, hefur sagt í pistlum sínum að Róbert hóti fjölmiðlum í því skyni að kúga þá til að skrifa aðeins um sig í helgisagnastíl. Að öðrum kosti geti þeir átt von á að þurfa að verjast með langvinnum og kostnaðarsömum hætti fyrir dómstólum.

Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, er annar höfunda fréttarinnar í dag þar sem sagt er frá tilraunum Alvogen til að selja hluta af starfsemi sinni og tilraunum forsvarsmanna félagsins til að þagga niður í fréttaflutningi um málið.

Segir orðrétt: „Markaðinum barst bréf frá lögmannsstofunni White & Case í Lundúnum þar sem þess var krafist, fyrir hönd Alvogen Lux Holdings, að ekki yrði greint frá innihaldi kynningarinnar sem blaðið hefur undir höndum. Að öðrum kosti áskildi félagið sér allan rétt til þess að grípa til lagalegra úrræða, þar á meðal að fara fram á lögbann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 13 klukkutímum

Er einfaldlega of dýr fyrir Arsenal

Er einfaldlega of dýr fyrir Arsenal
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Hin norska Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna

Hin norska Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Guðni Th. lofar Elly: „Hreinskilni ræður, án þess að fólk sé að velta sér upp úr því sem miður fór“

Guðni Th. lofar Elly: „Hreinskilni ræður, án þess að fólk sé að velta sér upp úr því sem miður fór“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndina: Ástæða þess að Sarri er ekki vinsæll hjá Juventus

Sjáðu myndina: Ástæða þess að Sarri er ekki vinsæll hjá Juventus