fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Hlutabréf Marel hafa hækkað um tæp 50% frá áramótum

Karl Garðarsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn mikil uppgangur sem hefur verið hjá Marel á liðnum árum hefur skilað sér inn í hlutabréfaverð félagsins. Fyrir réttu ári gátu fjárfestar keypt bréf í Marel á genginu 381 í Kauphöllinni. Núna í morgun var gengið 552. Þetta er um 45% hækkun á einu ári. Frá ársbyrjun nemur hækkunin tæplega 50%. Félagið var skráð í Euronext kauphöllina í Amsterdam fyrir mánuði og hefur gengi bréfanna nánast staðið í stað síðan þá. Sá sem fjárfesti í Marel árið 2014 hefur rúmlega fimmfaldað það sem hann setti í félagið.

Tekjur Marel námu um 1,2 milljörðum evra á síðasta ári og eru starfsmenn um 6000 talsins í um 30 löndum. Með aukinni nýsköpun og markaðssókn á næstu árum stefnir félagið að 12% meðalvexti á ári allt fram til 2026. Á hverju ári ver félagið um 6% af tekjum sínum í vöruþróun.

Marel er leiðandi í framleiðslu á hátæknibúnaði fyrir vinnslu á kjúklingum, kjöti og fiski.

Á botninum í Kauphöllinni eru bréf Eimskipafélagsins, en þau hafa lækkað um 18% frá ársbyrjun. Þá hafa bréf Sýnar lækkað um 14% og Haga um 10%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi