fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Björn Leví ósáttur við Sigríði – „Já, mér finnst orðið skítur viðeigandi við þetta tilefni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, fer hörðum orðum um Sigríði Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í nýrri stöðufærslu á Facebook. Umfjöllunarefnið er Landsdómsmálið, en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að Landsréttur hefði brotið mannréttindi á sakborningi vegna skipunar dómara í réttinn. Vegna þessarar niðurstöðu varð Sigríður Á. Andersen að stíga til hliðar sem dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embættinu tímabundið.

Undanfarið hefur Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnr og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, beint spurningum til Þórdísar um málið, nánar tiltekið um kostnað af sérfræðiráðgjöf til ráðuneytisins í aðdraganda dómaraskipunar við Landsrétt. Helgu Völu þótti Þórdís vera sein til svars og eftir að svör bárust voru þau ekki birt á vef Alþingis. Helga Vala sagðist þá velta því fyrir sér hvort Þórdís vildi ekki „taka á sig skítinn“ heldur biði eftir því að annar tæki við, en skipan Þórdísar í embætti dómsmálaráðherra er tímabundin.

Þetta varð til þess að  Sigríður Á. steig fram og ritaði eftirfarandi harðorðan pistil um málið þar sem hún segir Helgu Völu og Samfylkinguna taka afstöðu gegn Íslandi:

Háttvirtur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis notar orðið „skítur“ um það að íslenska ríkið taki til varna þegar að hagsmunum Íslands og íslenskrar stjórnskipunar er sótt í gegnum erlendar stofnanir. Það kemur svo sem ekki á óvart að Samfylkingin taki afstöðu gegn Íslandi eins og hún gerði í Icesave málinu og með umsókninni og aðlöguninni að Evrópusambandinu á sínum tíma. En þetta orðbragð lýsir alveg nýjum metnaði gegn hagsmunum Ísland.

Ráðherra, Alþingi og forseti Íslands, hann umfram alla skyldu og auðvitað án ábyrgðar, komust að sömu niðurstöðu um skipun 15 dómara við Landsrétt. Hæstiréttur komst svo að þeirri niðurstöðu að við dómurunum 15 yrði ekki hróflað og að sakborningar nytu réttlátrar málsmeðferðar fyrir dóminum. Allar greinar ríkisvaldsins voru samstíga um niðurstöðuna. Aldrei áður hafa dómarar verið skipaðir með svo þéttum stuðningi allra greina ríkisvaldsins. Landsréttur starfaði svo með miklum ágætum á annað ár.

Þá gerir ein af pólitískt skipuðum stofnunum Evrópuráðsins, MDE, því skóna í málaferlum manns, sem játaði að hafa ekið bifreið undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda, að dómur Landsréttar yfir manninum hefði verið mannréttindabrot!

Önnur ástæðan fyrir þessari niðurstöðu MDE var sú ákvörðun Alþingis, þvert á það sem ég lagði til við þingið, að greiða atkvæði í einu lagi um allar 15 tillögurnar um dómarana eins og þingsköp gera auðvitað ráð fyrir að sé mögulegt þegar enginn hreyfir andmælum. Þeir sem stóðu að þessu „mannréttindabroti“ á sakborningi að mati MDE voru meðal annarra þingmenn Samfylkingarinnar.

„Þvílík og önnur eins skítarök“

Björn Leví, þingmaður Pírata, bregst hart við þessum pistli Sigríðar og sakar hana um að hafa fótum troðið upplýsingaskyldu sína gegn Alþingi í málinu. Pistill Gunnars Leví er eftirfarandi:

Þvílík og önnur eins skítarök hef ég sjaldan heyrt áður. Já, mér finnst orðið skítur viðeigandi við þetta tilefni.

Það er ekki Ísland sem er í vörn út af Landsréttarmálinu, það er vörn fyrir fyrrverandi dómsmálaráðherra sem fótum tróð upplýsingaskyldu sína gagnvart Alþingi þegar gögn um ráðleggingar sérfræðinga ráðuneytisins voru hunsuð og þeim var ekki deilt með þinginu og sagt að engin andmæli væru við þeim málatilbúnaði sem fyrrverandi dómsmálaráðherra fór fram með. Sigríður Á. Andersen er ekki Ísland, hún tók þessa ákvörðun út frá sinni persónulegu þekkingu og hefur því ekkert með að draga einhverja þjóðernishyggju inn í þetta mál. Það er ömurleg sjálfsvörn að spila málið upp þannig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki