fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

50 ár frá Woodstock – háleitar hugsjónir ellegar leðja og sýra

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. ágúst 2019 16:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið verið að rifja upp hér í Bandaríkjunum að nú eru liðin fimmtíu ár frá því Woodstock hátíðin mikla fór fram. Í Barnes & Noble rakst ég á bunka af bókum um Woodstock, ríkulega skreyttum með myndum af ungu fólki sem nú eru væntanlega flest orðin gamalmenni.

Svo eru þarna ýmsar sögur. Maður les að Jimi Hendrix fékk langmest borgað af tónlistarmönnunum sem komu fram, 17.500 dollara. Aðrir fengu minna. Santana sem sló í gegn ekki nema 700. Greiðslurnar skiluðu sér ekki til allra. Þrátt fyrir manngrúann var þetta allt rekið með húrrandi tapi.

Joan Baez segir að henni hafi fundist hún vera miðaldra þegar hún kom á Woodstock. Samt var hún ekki nema 28 ára – hún er nýbúin að gefa út lag um Trump sem kallast Nasty Man. Neil Young segir að hann hafi ekki þolað að láta kvikmynda sig, hann rak kvikmyndatökumennina burt með illu, sést eiginlega ekkert í myndinni.

Jerry Garcia úr Grateful Dead segir að hljómsveitin hafi aldrei verið lélegri en á Woodstock, hún var heldur ekki með í kvikmyndinni. Meðlimir The Band voru sömu skoðunar, þeir voru heldur ekki með. Joe Cocker sló hins vegar rosalega í gegn með bítlalaginu With a Little Help from my Friends, fór frá því að syngja á klúbbum fyrir 300 manns yfir í leikvanga sem rúmuðu 30 þúsund manns.

Svo voru þeir sem spiluðu en vildu ekki láta sýna sig í kvikmyndinni. Þar á meðal voru Creedence Clearwater Revival og bræðurnir Johnny og Edgar Winter. Þeir sáu eftir því alla tíð – kvikmynd Michaels Wadleighs varð slík heimild um hátíðina að því er líkast að þeir sem ekki eru í henni hafi aldrei komið þangað.

Pete Townshend úr The Who lamdi hippaleiðtogann Abbie Hoffman með gítar þegar sá síðarnefndi ruddist upp á svið og ætlaði að fara að tala um pólitík. The Who slógu í gegn á Woodstock en orðhákurinn Townshend gefur ekki mikið fyrir hátíðina og hugsjónirnar á bak við hana.

Reyndar er líka vitnað í Roger Daltrey, félaga Townshends úr The Who, sem sagði að hefði verið stórgaman á Woodstock og Pete hefði látið eins og vitleysingur.

Hér á Íslandi var kvikmyndin um Woodstock páskamynd Austurbæjarbíós 1971. Ungt og hippalegt fólk flykktist í bíó til að njóta dýrðarinnar. Ég var ekki nema ellefu ára en missti ekki af því. Ég man að á sýninguna sem ég fór á kom stór og litríkur hópur úr kommúnu sem þá var við lýði í bænum. Manni þótti þetta ansi merkilegt fólk. Ég veit um eina íslenska konu sem var á Woodstock í eigin persónu, Evu Benjamínsdóttur, en hún er látin. Kannski voru fleiri landar þar?

Það stóð til að endurtaka leikinn síðar í þessum mánuði og halda 50 ára afmælishátíð Woodstock. Meðal skipuleggjenda var Michael Lang, upphafsmaður hátíðarinnar fyrir hálfri öld. En þessar fyrirætlanir leystust upp í deilur og vitleysu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“