fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 23. ágúst 2019 09:50

Forysta Sjálfstæðisflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allir sem eru í pólitík vilja hafa sem mest áhrif og það væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga á því,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins við Morgunblaðið í dag, aðspurður hvort hann hafi áhuga á embætti dómsmálaráðherra, sem Bjarni Benediktsson ætlar að skipa í byrjun næsta mánaðar.

Bjarni gaf það út í Kastljósinu á dögunum að hann hygðist kynna nýjan dómsmálaráðherra í byrjun næsta mánaðar, en fram kom einnig að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir myndi ekki gegna starfinu áfram. Hún tók við embættinu þegar Sigríður Á. Andersen sagði af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttarmálsins.

Bjarni sagði að ekkert væri því til fyrirstöðu að Sigríður gæti átt endurkomu í ríkisstjórnina og hún nyti fulls trausts. Ekki er þó víst að samstarfsflokkarnir yrðu hoppandi kátir ef Sigríður tæki aftur við embætti dómsmálaráðherra, svo ekki sé tala um almenning. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar náð nýjum lægðum í mælingum á fylgi sínu, sem rekja má til þriðja orkupakkans og ekki víst að Bjarni hætti á frekari óvinsældir með því að skipa Sigríði í starfið sem hún gaf frá sér.

Bjarni sagði enga ástæðu til að leitað yrði út fyrir þingflokkinn.

Áslaug talin líklegust

Stefánía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir við Morgunblaðið í dag að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, og Sigríður Andersen séu líklegastar til að hreppa hnossið:

„Það virðist ljóst að Þórdís Kolbrún haldi áfram í sínu ráðuneyti og þá aukast kannski möguleikar á því að Áslaug Arna komi til sögunnar. Nema að gerðar verði einhverjar hrókeringar á ráðherraliðinu. Innan ríkisstjórnarinnar er auðveldast fyrir Bjarna að gera Áslaugu Örnu að ráðherra. En Sigríður er mögulega í sterkri stöðu gagnvart einhverjum í grasrótinni í Reykjavík. Ég myndi telja að Áslaug Arna hefði vinninginn,“

segir Stefánía sem telur að Birgir Ármannsson komi ekki til greina þar sem kynjajafnrétti eigi að vega þungt í ríkisstjórninni, auk þess sem Áslaug sé ofar á lista.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir að Brynjar Níelsson komi einnig vel til greina:

„Mér finnst nú ólíklegt að Páll [Magnússon] eða Jón Gunnarsson verði valdir í embætti dómsmálaráðherra, hins vegar eru dómsmálin á sérsviði Brynjars Níelssonar. En þá kemur spurningin hvort flokkurinn telji nauðsynlegt að hafa eina konu til viðbótar í ráðherraembætti.“

Þá hefur nafn Bryndísar Haraldsdóttur einnig verið nefnt, en hún er ekki er lögfræðimenntuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið