fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Gunnar Bragi: „Von­andi gyrða sjálf­stæðis­menn sig í brók“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 23. ágúst 2019 09:16

Gunnar Bragi Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, skorar á Sjálfstæðismenn að gyrða sig í brók og  berjast gegn yfirgangi ESB varðandi orkupakka 3 í Morgunblaðinu í dag. Gunnar Bragi segir að orkupakkamálið hafi alltaf verið á könnu Sjálfstæðisflokksins, þó svo flokkurinn kannist ekki við ábyrgðina.

Vísar hann til þess að frá 2013 hafi flokkurinn stýrt utanríkismálanefnd, verið í forystu í atvinnuveganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þá hafi hann stýrt iðnaðarráðuneytinu frá 2013 og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi verið formaður Íslandsdeildar þingmannanefnda EFTA og EES í mörg ár áður en hann varð ráðherra.

Vafi um hvort OP3 samrýmdist stjórnarskrá árið 2015

Hann vitnar einnig í bréf sem hann fékk frá Birgi Ármannssyni, þáverandi formanni utanríkismálanefndar, árið 2015, sem kveður á um að skoðað verði hvort orkupakkinn samrýmist stjórnarskrá Íslands:

„Ut­an­rík­is­mála­nefnd hef­ur, í sam­ræmi við 2. gr. regl­an um þing­lega meðferða EES-mála, fjallað um svo­kallaðan þriðja orkupakka (til­skip­un 2009/​72/​EB o.fol.) til mats á því hvort efn­is­legra aðlag­ana sé þörf. Málið er til um­fjöll­un­ar í vinnu­hópi EFTA og var ut­an­rík­is­mála­nefnd upp­lýst um málið með skeyti frá ut­an­rík­is­ráðuneyti dags. 5. mars 2014 ásamt fylgigöng­um.

Til­skip­un­in hef­ur fengið efn­is­lega um­fjöll­un í at­vinnu­vega­nefnd og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. Ut­an­rík­is­mála­nefnd ákvað í kjöl­far álits nefnd­anna að taka málið til frek­ari skoðunar, þá sér­stak­lega út­færslu aðlag­ana og stjórn­skipu­leg álita­efni sem uppi eru í þeim efn­um og hef­ur fengið sér­fræðinga ráðuneyta á fundi vegna máls­ins.

Ut­an­rík­is­mála­nefnd ósk­ar eft­ir því að unn­in verði grein­ar­gerð um það hvort þau drög að aðlög­un­ar­texta sem nú liggja fyr­ir og þær út­færslur sem þar er kveðið á um á grund­velli tveggja stoða kerf­is EES-samn­ings­ins sam­rým­ist stjórn­ar­skrá.“

Um þetta segir Gunnar Bragi:

„Hinn 26. júní 2016 svar­ar ut­an­rík­is­ráðuneytið er­indi Birg­is en þá er ut­an­rík­is­ráðherra orðin Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir. 20 sept­em­ber 2016 send­ir þáver­andi formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, Lilju Dögg Al­freðsdótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra bréf þar sem hún seg­ir að ut­an­rík­is­mála­nefnd hafi lokið um­fjöll­un um málið. Guðlaug­ur Þór keyr­ir síðan málið áfram. Sjálf­stæðis­menn hafa þannig stýrt orkupakka 3 í gegn­um þingið frá 2013 og til dags­ins í dag. ESB mun krefjast enn meiri stjórn­ar á orku­markaði Evr­ópu og þar með Íslandi með orkupakka 4. Von­andi gyrða sjálf­stæðis­menn sig í brók og koma með okk­ur í Miðflokkn­um að berj­ast gegn þess­um yf­ir­gangi ESB.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus