fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Hugmynd Sigmundar Davíðs um EES aðild Breta sögð „skrýtin og skemmtileg“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 14:30

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifar grein í breska stjórnmálaritið The Spectator í dag, þar sem hann segir að Bretland geti þrifist utan ESB alveg eins og Ísland. Skrifar Sigmundur sig sem Davíð Gunnlaugsson í greininni og sleppir Sigmundar-nafninu alfarið.

Lausnin við Brexit vanda Bretlands, að mati Sigmundar Davíðs, væri aðild að EES. Þannig kæmist Bretland skammlaust út úr Brexit í tæka tíð,  en hefði þó viðskiptafrelsi gagnvart Evrópusambandinu og gæti einnig gert fríverslunarsamninga við önnur ríki.

Þá yrði landamæragæsla ekki vandamál, ekki frekar en á milli Noregs og Svíþjóðar eða Þýskalands og Sviss. Þá sé Bretland eða Írland blessunarlega ekki aðili að Schengen  og því geti þau varið landamæri sín sem áður.

Bretland yrði einnig með full yfirráð yfir fiskimiðum sínum og gæti gert eigin ráðstafanir varðandi landbúnað.

Hinsvegar þyrfti Bretland að beygja sig undir regluverk ESB meðan á EES samstarfinu stæði, en það yrði þó aðeins í mýflugumynd samanborið við fyrri ár.

Skrýtin og skemmtileg hugmynd

Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, segir lausn Sigmundar vera „skrýtna“ og „skemmtilega“ og fela í sér of mikla eftirgjöf:

„Látum liggja milli hluta hina bíræfnu túlkun á Íslandssögunni í þessari grein [Sigmundar] Davíðs. En „hugmyndin“ sem hann setur fram, að Bretland gangi í EES (allavega til bráðabirgða), er skrýtin og skemmtileg, ekki síst fyrir þá sök að (1) eitt meginmarkmið Breta með útgöngu er að komast undan fjórfrelsinu a.m.k. hvað varðar opið evrópskt atvinnusvæði; (2) innan EES yrðu þeir vitaskuld nánast alveg áhrifalausir um hið meinta hræðilega regluverk ESB sem þeir yrðu þó samt að fara eftir, og legðist þá lítið fyrir fullveldi stórveldisins að mati útgöngusinna; (3) í reynd er vera í EES enn meiri eftirgjöf af hálfu Breta en „írska baktryggingin“ sem útgöngusinnar geta alls ekki hugsað sér. En vissulega væri skondið ef Brexit-fólk tæki þessum hugmyndum opnum örmum, og væri það sönnun þess að miklu máli skiptir hvað hlutirnir eru kallaðir. Það má þó halda því til haga að í Noregi er, skiljanlega, lítill sem enginn áhugi á að fá Breta inn í EES.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus