fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Segir Katrínu taka hagsmuni VG framyfir hagsmuni Íslands

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir að fjarvera Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, meðan á opinberri heimsókn varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, stendur, sé í þágu VG en ekki Íslands. Mikill styr hefur staðið um komu Mike Pence, en athyglin hefur ekki síst beinst að Katrínu fyrir að taka ekki á móti Pence:

„Þegar Katrín Jakobsdóttir hagar dagskrá sinni ekki svo, að hún geti hitt varaforseta Bandaríkjanna og talað máli Íslendinga, er hún ekki að koma fram sem forsætisráðherra ÍSLANDS, heldur sem leiðtogi VINSTRI GRÆNNA. Hún á að hugsa um hagsmuni Íslands, ekki flokkshagsmuni. Og hagsmunir Íslands eru ekki síst fólgnir í góðu sambandi við Bandaríkin, langvoldugusta ríki heims,“

segir Hannes.

Umdeildur maður, umdeild heimsókn

Mike Pence kemur hingað til lands í byrjun september. Ástæða heimsóknarinnar var af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra sögð sú að ræða ætti samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála, meðan Hvíta húsið sagði að einnig ætti að ræða hernaðarlega mikilvæga landlegu Íslands og aðgerðir NATO gagnvart Rússum. Var Guðlaugur gagnrýndur fyrir að ætla að halda ástæðu heimsóknarinnar leyndri, þar sem málið væri óþægilegt fyrir VG.

Skoðanir Pence á konum, samkynhneigðum og öðrum minnihlutahópum hafa einnig orðið til þess að fjöldi fólks hefur kallað eftir því á samfélagsmiðlum að honum verði að meinað að koma til landsins.

Katrín mun ekki taka á móti varaforsetanum, þar sem hún sagðist hafa verið búin að bóka sig annarsstaðar, en hún heldur aðalræðuna á ársþingi Norrænu verkalýðshreyfingarinnar á sama tíma. Sagnfræðingur segir það fordæmalaust að forsætisráðherra sniðgangi varaforseta Bandaríkjanna með þessum hætti.

Þá hefur verið boðað til mótmæla við komu Pence til landsins.

Sjá nánar: Fyrirhuguð mótmæli vegna komu Mike Pence

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus