fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Gagnrýna borgaryfirvöld vegna flókins regluverks við stofnun fyrirtækja

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 07:58

Ráðhús Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlega þungt ferli er við að koma fyrirtækjum á laggirnar í borginni að sögn veitinga- og kaupmanna. Formaður borgarráðs segir meirihlutann hafa hafið vinnu við að bæta og þróa atvinnulífið í borginni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir framkvæmdastjóra Joe & the Juice á Íslandi að í grunninn sé ferlið úrelt, ógagnsætt, óþarflega umfangsmikið og tímafrekt. Hann sagði einnig að sláandi munur væri á ferlinu tengdu stofnun fyrirtækis hér á landi og í Noregi og Svíþjóð.

Eigandi veitingastaðarins Roks sagði að borgaryfirvöld skorti skilning á hversu mikla fjármuni og tíma fólk leggur í reksturinn og að það leggi oft allt sitt undir. Þriðji veitingamaðurinn lýsti ferlinu sem „hálfgerðu völundarhúsi“.

Fréttablaðið segir að fyrirtækjaeigendum beri saman um að samráðsleysi borgarinnar í tengslum við framkvæmdir sé baggi á rekstrinu. Stundum sé ómögulegt að ná tali af borgarstarfsmönnum til að fá svör eða greiða úr málum.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, sagði að meirihlutinn hafi nú þegar hafið vinnu við að bæta og þróa samstarfið við atvinnulífið.

„Það er afar mikilvægt að við tölum ekki ástandið niður og það er algjör óþarfi. Það eru mýmörg tækifæri til að kynna betur miðborgina, þjónustuna og ekki síst bílastæðahúsin sem nú er verið að opna. Það munu hins vegar alltaf verða f ramk væmdir og breytingar, við því þurfum við að hafa þol, þannig er lífið í borgum um allan heim.“

Er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins