fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Davíð segir mótmæli gegn komu Mike Pence fráleit – „Er mönnum alvara?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 17. ágúst 2019 11:00

Davíð Oddsson, hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins á árinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mótmælaraddir hafa heyrst undanfarið vegna væntanlegrar komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Meginástæðurnar eru meint íhaldsöm viðhorf Mike Pence sem hefur beitt sér gegn hjónaböndum samkynhneigðra og gegn þungunarrofi. Þykir mörgum viðhorf þessa valdamikla manns stríða gegn mannréttindum. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er talinn rita Reykjavíkurbréf blaðsins. Hann minnist á þetta andóf í dag og telur það fráleitt og raunar stafa af rótgrónu Bandaríkjahatri margra.

Davíð Oddsson bendir á að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi einnig beitt sér gegn hjónaböndum samkynheigðra, og raunar af meiri hörku og þrautseigju en Pence. Merkel er einnig væntanleg til landsins en enginn hefur sett sig upp á móti komu hennar svo vitað sé. Davíð rifjar upp að þetta viðhorf Mike Pence hafi áður verið skoðun meirihlutans áður en almenningsálitið tók að breytast, samkynhneigðum í dag:

„En skýringin sem gefin er fyrir ónotum og illindum í garð varaforseta þessa vinaríkis okkar nú er að hann hafi sem ríkisstjóri verið andvígur því að samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband. Sagt er að slíkir menn ættu ekki að fá að koma til landsins. Er mönnum alvara? Langflestir Íslendingar voru sömu skoðunar og Pence varaforseti í þessum efnum fyrir aðeins örfáum árum. Sjálfsagt eru ýmsir enn þessarar skoðunar og mega auðvitað vera það. Við hin, sem teljum að fyrrnefnd þróun hafi verið rétt og í takt við tíðarandann og miklu fremur fagnaðarefni en hitt, höfum sjálfsagt mörg verið annarrar skoðunar áður, eða kannski í flestum tilvikum ekki leitt huga sérstaklega að þessu álitaefni, því það var ekki uppi á borðinu fyrr en baráttumenn hristu upp í þjóðarsálinni. Það var svo margt sem þurfti að laga gagnvart þessum hópi, að hjónabandið kom ekki fyrr en nokkuð seint á þó hraðri þróun eftir að hún hófst fyrir alvöru. Áður en umræðan breytti almenningsálitinu voru þeir sem voru hugsandi eða á móti breytingunum örugglega í verulegum meirihluta.“

Davíð víkur síðan að Merkel og afstöðu hennar til hjónabanda samkynhneigðra og segir að Bandaríkjahatur ráði í raun för hjá þeim sem beita sér gegn heimsókn Pence til Íslands:

„En hitt, þetta sem varð til þess að Danir lágu í því í þessu skrítna máli, er að reyndin er sú að Merkel kanslari hefur verið miklu virkari í sinni neikvæðu afstöðu en Pence varaforsti. Og Merkel gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Afstaða hennar var ekki refsiverð eða fordæmanleg enda pólitísk sannfæring leiðtoga kristilegu flokkanna tveggja í Þýskalandi. Sumir myndu segja að á þessum tíma hafi leiðtoginn ekki aðeins þurft staðfestu heldur einnig kjark þegar straumurinn hafði algjörlega snúist og styrkst. En Merkel varð undir í flokknum sem laut ekki flokksböndum lengur varðandi þetta stefnumál. Samtök sem hatast út í afstöðu Pens varaforseta en fagna komu Merkel gefa til kynna að gamla, þreytta og hallærislega Bandaríkjahatrið ráði í rauninni ferðinni en ekki réttlætiskennd þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki