fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Gjörbylting í netverslun hér á landi – Hægt að kaupa vörur frá EES-ríkjum á sama verði og er í boði þar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júlí 2019 07:54

Úr einu vöruhúsa Amazon netverslunarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefnt er að því að leggja fram frumvarp að nýrri reglugerð á Alþingi næsta vor. Samkvæmt henni verður seljendum vörum og þjónustu á netinu skylt að veita öllum neytendum sama rétt til viðskipta á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). En áður en þessar reglur taka gildi þarf að innleiða þær í EES-samninginn. Hjá EFTA er búið að gera drög að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og er boltinn nú hjá aðildarríkjunum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, að innleiðing fyrrnefndrar reglugerðar verði mikil réttarbót fyrir Íslendinga.

„Þetta þýðir það að hver sem er, sem sendir vörur á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins, verður nú að senda til Íslands.“

Sagði hann og bætti við:

„Þetta er bara frábært fyrir íslenska neytendur því að þá hafa allir á efnahagssvæðinu aðgengi að vörum á sama verði. Þá er ekki hægt að hafa mismunandi verð á mismunandi landsvæðum. Eins og er þá senda ýmsar verslanir í Evrópu ekki vörur til Íslands, eða neita að taka við greiðslum með íslenskum kortum. Sumar af þessum vörum eru seldar hér á landi á hærra verði en eftir þetta þá geta Íslendingar keypt vörur á netinu á sama verði og gengur og gerist í Evrópu.“

Hvað varðar tolla sagði Breki að ekki þurfi að hafa neinar áhyggjur af þeim.

„Þetta er tollabandalag, það er svo einfalt. Póstinum hér heima er nú heimilt að leggja sérstakt gjald á alla pakka sem koma frá útlöndum, það mun þá leggjast ofan á sendingarkostnaðinn. Það eru nokkur hundruð krónur.“

Sagði hann.

Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur, hjá Samtökum verslunar- og þjónustu sagði að rétt væri að hafa í huga að það fylgi því mikill kostnaður að flytja vörur til landsins erlendis frá og neytendur sem flytja vörur inn í litlu magni njóti ekki sama kostnaðarhagræðis og stærri innflytjendur. Það sama eigi við um innlendar netverslanir sem selji vörur til neytenda utanlands. Hann sagði það afstöðu samtakanna að aukið verslunarfrelsi sé af hinu góða og að EES-samningurinn hafi reynst vel.

„Hins vegar munu samtökin gæta þess sérstaklega og krefjast þess af stjórnvöldum að þau gæti þess sérstaklega við innleiðinguna að innlendri verslun verði tryggð sambærileg staða og erlendri verslun enda er það forsenda virkrar samkeppni að þeir sem taka þátt í innri markaðnum búi við sambærilegt umhverfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus