fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Kjördagur í Grikklandi

Egill Helgason
Sunnudaginn 7. júlí 2019 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kjördagur í Grikklandi í dag. Þessi mynd er tekin við kjörstað núna áðan. Það er kosið í gamla barnaskólahúsinu, víða um Grikkland standa skólahús sem líta svona út, minna aðeins á fornan menningararf.

Hér á eyjunni hefur maður ekki orðið var við mikinn áhuga á kosningunum. Kannski er fólk of upptekið nú um hábjargræðistímann? Kannski er það orðið þreytt á kosningum? Kannski trúir það ekki að mikið muni breytast?

Hér hafa ekki verið neinir kosningafundir og ekki hafa sést nein kosningaspjöld eða plaköt. Vinstrið og hægrið takast á hér á eyjunni, en yfirleitt vinnur hægrið naumlega. Áherslurnar eru kannski ekki svo ólíkar – sumpart eru þetta fjölskyldur sem togast á.

Það er öruggt að Nea Demokratia verður sigurvegari kosninganna. Flokkurinn virðist hafa verið að auka fylgi sitt síðustu dagana. Það er einungis spurning hvort fylgið verður nægt til að ná hreinum meirihluta í þinginu eða hvort hann þarf á stuðningi einhvers smáflokks að halda.

Kyriakos Mitsotakis verður örugglega næsti forsætisráðherra Grikklands. Hann er laukur mikillar stjórnmálaættar. Faðir hans var forsætisráðherra fyrir aldarfjórðungi, systir hans var um tíma utanríkisráðherra og borgarstjóri í Aþenu.

Mitsotakis er nokkuð geðugur náungi, frekar hæglátur miðað við það sem oft tíðkast í grískum stjórnmálum. Hann verður varla sakaður um lýðskrum, ólíkt því sem maður er að upplifa í stjórnmálum svo víða um heiminn. Hann kynnir sig fremur sem raunsæismann, mann praktískra lausna – hefur ekki á valdi sínu ræðulist Alexis Tsipras, fráfarandi forsætisráðherra. Sá vann óvæntan sigur með flokknum Syriza 2015, var þá talinn stjórna þeirri ríkisstjórn sem væri lengst til vinstri í Evrópu – en þegar í harðbakkann sló reyndist Tsipras ekki vera sérstakur vinstri maður. Hann hefur það þó sér til afbötunar að hann tók við tómum ríkiskassa og skelfilegri skuldasúpu.

Sumir segja að með þessum kosningum sé settur punktur aftan við kreppuna í Grikklandi. Það er þó ekki svo einfalt. Atvinnuleysi er enn mjög mikið meðal ungs fólks, skuldir ríkisins eru nær botnlausar, en samt má greina að landið er að rísa á ýmsan hátt.

Það bíður Mitsotakis að vinna úr þessari stöðu. Hann segist vilja auka hagvöxt, auðvelda erlenda fjárfestingu í Grikklandi, ryðja úr vegi hindrunum fyrir því að stofna fyrirtæki og lækka skatta. Álögur á grísku þjóðina hafa aukist mikið á tíma kreppunnar. Hann segist líka vilja takast á við hið staðnaða gríska ríkiskerfi – þegar á hólminn kom reyndist Tsipras ófær um að ná fram umbótum á því. Mitsotakis segist vilja fækka ríkisstarfsmönnum, tölvuvæða ríkisbáknið og gera það skilvirkara. Það er ærinn starfi.

Mitsotakis kynnir sig sem miðju-hægrimann. Honum hefur tekist að höfða til ungra kjósenda á miðjunni, en hann hefur líka náð að bægja frá hættunni af nýnasistaflokknum Gylltri dögun. Fylgi hans virðist ætla að minnka mikið í kosningunum í dag. Til að ná þessu hefur Mitsotakis þurft að gefa sumt eftir – til dæmis að leyfa hjónabönd samkynhneigðra.

Nea Demokratia, flokkur Mitsotakis, ber höfuðábyrgð á kreppunni sem hófst 2009 ásamt hinum horfna sósíaldemókrataflokki Pasok. Nea Demokratia er breitt bandalag hægri manna og mjög hagsmunatengt. Spilling hefur verið landlæg í flokknum. Þótt Mitsotakis sé kominn af mikilli valdafjölskyldu er óhjákvæmilegt fyrir hann að ganga gegn ýmsum af þessum sérhagsmunum – þ.e. ef honum vill takast ætlunarverk sitt. Annars er hætt við að hann verði bara neðanmálsgrein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið