fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Pirringur í grasrót Sjálfstæðisflokksins – Gagnrýna vinstri slagsíðu – Segja vanta alla pólitík í formanninn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. júlí 2019 07:55

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu eru ekki allir sáttir innan Sjálfstæðisflokksins og virðist ákveðinn óánægja og pirringur krauma undir. Fréttablaðið skýrir frá því í dag að mikils pirrings gæti í grasrót flokksins og sé helsta ástæðan vinstrislagsíða ríkisstjórnarinnar. Minna fari fyrir áhyggjum af þriðja orkupakkanum og af gagnrýni fyrrum forystumanna flokksins. Þá er formaður flokksins sagður vera orðinn of mikill embættismaður og það vanti alla pólitík í hann nú orðið.

Fréttablaðið segir að vinstrislagsíða ríkisstjórnarinnar sé helsti uppruni pirrings innan Sjálfstæðisflokksins. Viðmælendur blaðsins nefndu þar til sögunnar áherslu á skattlagningu, sektarheimild til Jafréttisstofu og bann við sölu ríkisfyrirtækja. Þá var nefnt til sögunnar að áhersla forystu flokksins á að höfða til fylgis Viðreisnar pirri fólk því þessi áhersla sé á kostnað stefnumála Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni Benediktsson, formaður, er sagður njóta almenns stuðnings innan flokksins en margir séu þó óánægðir með að hann sé að breytast í embættismann og nú vanti alla pólitík í hann.

Ágreiningurinn um þriðja orkupakkan er sagður að mestu bundinn við hverfafélögin í Reykjavík. Þau félög hafa lengi verið sterkasta vígi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og er fólki tíðrætt um óánægju meðal stuðningsmanna hans að sögn Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2