fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Fjármálaeftirlitið telur aðgerðir VR hafa vegið að sjálfstæði stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dreifibréfi sem Fjármálaeftirlitið (FME) sendi til stjórna allra lífeyrissjóða landsins eru stjórnirnar beðnar um að taka samþykktir sínar til skoðuna til að skýra hvort og þá við hvaða aðstæður sé mögulegt að afturkalla umboð stjórnarmanna. FME telur aðgerðir VR í garð stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna (LIVE) hafa vegið að sjálfstæði stjórnarinnar.

Fyrir tveimur vikum samþykkti fulltrúaráð VR að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið skipar í stjórn LIVE og tilnefna nýja í þeirra stað. Þetta voru viðbrögð við ákvörðun stjórnar LIVE um að hækka vexti á breytilegum verðtryggðum húsnæðislánum til sjóðsfélaga. Stjórn VR taldi þá ákvörðun vera trúnaðarbrest og gengi gegn markmiði kjarasamninga. Fréttablaðið skýrir frá þessu.

Stjórnarmennirnir sögðu svo ekki vera og sögðu að hækkunin næði til lítils hóps lántakenda sem aðrir sjóðsfélagar væru að niðurgreiða lán fyrir því þau væru með of lágum vöxtum.

„Ef ákvörðun um afturköllun á tilnefningu stjórnarmanna lífeyrissjóðsins og skipun nýrra aðila af hálfu VR byggð á framangreindum sjónarmiðum VR frá 18. júní síðastliðinn nær fram að ganga megi líta svo á að um tilraun til beinnar íhlutunar í stjórn lífeyrissjóðsins sé að ræða.“

Segir í áliti FME vegna málsins og að með óbeinum hætti væri ætlunin að færa ákvörðunarvaldið frá stjórn LIVE. Það vegi að sjálfstæði stjórnarinnar og góðum stjórnarháttum.

Fréttablaðið hefur eftir Jóni Þór Sturlusyni, aðstoðarforstjóra FME, að það sé mat FME að gamla stjórn LIVE hafi enn fullt umboð. Ekki hafi verið rétt staðið að afturkölluninni og ný skipan hafi því ekki tekið gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun