fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Meirihluti landsmanna vill hertar reglur um jarðakaup útlendinga

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 07:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega helmingur landsmanna vill að reglur um jarðakaup útlendinga verði hertar en lítill minnihluti er andvígur hertum reglum. Sigurður Ingi Jóhansson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, segir þetta ekki koma sér á óvart og sé áminning um að of lengi hafi viðgengist að útlendingar geti keypt jarðir hér á landi.

Samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is um jarðakaup Íslendinga eru 55,6% aðspurðra mjög sammála því að reglur um jarðakaup útlendinga verði hertar. 28% eru því frekar sammála.

Þátttakendur voru spurðir: „Hversu sammála eða ósammála ertu því að stjórnvöld ættu að setja frekari skorður/kröfur við jarðakaupum erlendra aðila á Íslandi?“

Eins og fyrr sagði er afgerandi meirihluti fylgjandi hertum reglum. 11,3% sögðust hvorki fylgjandi þessu né á móti. 3,5% voru þessu frekar ósammála og 1,6% voru mjög ósammála.

„Þessar niðurstöður koma mér ekkert á óvart eftir umræðuna og þau samtöl sem ég hef átt við fjölmarga aðila um allt land á liðnum mánuðum, misserum og jafnvel árum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við þurfum að vera skýrari og ganga lengra en við hefðum kannski gert bara fyrir sex árum. Við þurfum að setja skýr viðmið um hvað okkur finnst eðlilegt og hvað ekki.“

Er haft eftir Sigurði Inga sem sagðist fagna því að svona mikill stuðningur mælist við áform stjórnvalda um að herða reglur um jarðakaup útlendinga. Þau hafa verið töluvert í umræðunni að undanförnu en erlendir aðilar eru taldir eiga um 60 jarðir hér á landi. Enski auðkýfingurinn James Ratcliffe er umsvifamestur þeirra en félög tengd honum eru talin eiga 30 til 40 jarðir á Norðausturlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus