fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Blöskrar íbúðaverðið á Brynjureitnum og baunar á braskara: „Væri lífið ekki betra án þessa liðs?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til sölu eru nú um 30 smáíbúðir á Brynjureitnum svokallaða, en stærð þeirra er frá 35 fermetrum og upp í 48 fermetra. Verðið á þeim er frá tæpum 30 milljónum og upp í tæpar 35 milljónir, sem Gunnari Smára Egilssyni, sósíalistaforingja, þykir ansi mikið, ekki síst þegar fermetraverðið er reiknað:

„Ódýru íbúðirnar á Brynjureitnum kosta bara tæpar 30 m.kr. vegna þess að búið er fjarlægja svo marga fermetra., Þessi 35 fm. skonsa kostar 29,9 m.kr. eða kr. 855 þús. kr. fermetrinn,“

segir Gunnar Smári og birtir teikningu af einni íbúðinni.

Raunkostnaður um 10 milljónir

Gunnar segir að samkvæmt Hagstofunni sé byggingakostnaður á vísitöluhúsnæðinu nú um 228 þús. kr. fermetrinn. Því ætti 35 fermetra íbúð að kosta um 8- 10 milljónir, en hinsvegar sé það ekki reyndin:

„Lóðabraskarar, verktakar, vaxtaokrarar og spákaupmenn taka því um 20 m.kr. bara á þessari íbúð; ekki bara þeir sem braska og byggja í dag heldur líka þeir sem hafa keypt og selt lóðina og byggingaréttinn, oft sömu aðilar sem selja sjálfum sér til að geta greitt sér út hagnað og sem selja síðan lífeyrissjóðunum að lokum til að skilja þá eftir með tapið. Spurningin hlýtur að vera: Getum við rekið samfélag þar sem braskarar, okrarar og spákaupmenn leggja 20 m.kr. skatt ofan á litla skonsu, sem ætluð er sem skjól fyrir ungt fólk í húsnæðiskreppunni, sem sömu braskarar hafa magnað upp með stuðningi stjórnvalda? Væri lífið ekki betra án þessa liðs?“

Byrði almennings af auðvaldinu

Gunnar segir að þarna sé hinsvegar aðeins hálf saga sögð:

„Þau sem kaupa svona íbúð taka lán upp á 24 m.kr. og greiða því á endanum rúmar 50 m.kr. fyrir skonsuna, sem kostaði aðeins 10 m.kr. að byggja. Mismunurinn er byrði almennings af auðvaldinu.“

Tölvuteiknuð mynd af Brynjureitnum í miðborginni sem er á sameinaðri lóð Hverfisgötu 40-44 og baklóðanna Laugavegs 27a-27b
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus