fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Segir smálán með okurvöxtum heyra sögunni til

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. júlí 2019 07:59

Margir lántakendur hafa leitað til Umboðsmanns skuldara vegna smálána.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ondřej Šmakal, forstjóri Kredia Group, segir að smálán með okurvöxtum heyri nú sögunni til, að minnsta kosti hjá fyrirtækjum Kredia Group en þau eru Hraðpeningar, Múli, 1919, Smálán og Kredia. Hann segir að nú verði aðeins lánað gegn hæstu löglegu vöxtum sem verða þó að teljast ansi ríflegir en þeir eru 53,75%.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Þar er haft eftir Šmakal að dagar smálána með allt að 3.000% vöxtum séu nú liðnir hjá fyrirtækinu. Frá því í maí hafi vextirnir hjá fyrrgreindum fyrirtækjum Kredia Group lækkað niður í 53,75% sem eru hæstu leyfðu vextir samkvæmt lögum. Þetta þýðir að sögn Šmakal að ef lántakandi tekur 20.000 krónur að láni þá greiðir hann 20.719 krónur ef hann greiðir lánið innan við mánuði eftir að það er tekið.

Haft er eftir Gísla Kr. Björnssyni, lögmanni og stjórnanda Almennrar innheimtu, sem sér um innheimtu hér á landi fyrir smálánafyrirtækin, að hætt sé að innheimta lán sem bera hærri vexti en 53,75%. Hann sagði jafnframt að engin eldri lán séu nú í innheimtu.

„Það var að kröfu Almennrar innheimtu að þessum lánum var breytt og við höfum útvegað allar sundurliðanir sem við höfum getað og verið beðin um.“

Er haft eftir Gísla.

Fréttablaðið hefur eftir Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, að jákvætt sé að þessi smálán heyri sögunni til.

„Ef það er raunverulega svo að Almenn innheimta er loksins að hætta innheimtu á ólögmætu smálánunum þá auðvitað fögnum við því, enda tími til kominn, og við væntum þess að ólögmætar kröfur verði látnar niður falla.“

Er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus