fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Hlutur Actavis í hinum skelfilega ópíóðafaraldri

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. júlí 2019 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Actavis, félag sem var í íslenskri eigu, er eitt þeirra fyrirtækja sem spjótin beinast nú að vegna faraldursins í Bandaríkjunum. Bandarískir fjölmiðlar eins og New York Times og Washngton Post hafa fjallað um þetta að undanförnu.

Málaferli eru að fara í gang gegn lyfjafyrirtækjum og söluaðilum víða um Bandaríkin, Talið er að dómsmálin geti á endanum orðið um tvö þúsund talsins. Hið fyrsta er í Ohio í haust – hugsanlega verður niðurstaðan á endanum sú að lyfjafyrirtækin þurfa að borga gríðarlegar bætur til borga og bæja í Bandaríkjunum vegna hins hryllilega ópíóðafaraldurs sem hefur leikið mörg samfélög vestra grátt.

Flóð lyfja eins og Oxycontins var yfirgengilegt á tímabili, þau flæddu í gegnum verslanakeðjur eins og CSV, Walgreens og WalMart. Gögn sýna að 2006 og 2112 sendu lyfjafyrirtæki á markað í Bandaríkjunum 76 milljarða taflna af oxycodone og hydrocodone – með þeim afleiðingum að fíkn í þessi efni breiddist út eins og faraldur, um 100 þúsund manns lágu í valnum á þessu tímabili.

Hvað varðar framleiðsluna þá hafa sjónir manna aðallega beinst að Purdue Pharma sem hóf framleiðslu þessara sterku verkjalyfja sem hafa reynst svo ávanabindandi.En nú eru menn líka að skoða fyrirtæki sem hafa framleitt samheitalyf. Þar á meðal er írska fyrirtækið Mallinckrodt og svo Actavis.

Í greininni í New York Times segir að sum fyrirtæki hafi ekki viljað breyta framferði sínu, jafnvel þótt þau hafi verið vöruð við afleiðingunum sem framleiðslan hefði. 2012 hafi fulltrúar fíkniefnaeftirlitsins, D.E.A, hitt yfirmenn hjá Actavis vegna framleiðslu samheitalyfja sem voru meðal þeirra hættulegustu á markaðnum. D.E.A hafi hvatt Actavis til að skoða sjálft hvaða afleiðingar misnotkun lyfjanna hefði á bandarískt samfélag.

Í málsgögnum segir að starfsmaður D.E.A. hafi sagt fulltrúum Actavis að „fara í apótek í Suður-Flórida þar sem varan væri seld til að sjá hinar löngu biðraðir, bílnúmer sem væru komin frá öðrum ríkjum, viðskiptavini í misjöfnu ástandi, öryggisverði á bílastæðum og skilti þar sem segði að einungis væri tekið við reiðufé“.

En ekkert breyttist, samkvæmt New York Times. Talsmaður Actavis sagði seinna að tónninn í samræðunum hefði ekki verið „nógu uppbyggilegur“ og að komið hefði verið fram við fulltrúa fyrirtækisins eins og þeir væru „dópsalar“.

En það er víst það sem heila málið snýst um. Stórfyrirtæki sem gerast dópsalar og hagnast á hræðilegum faraldri fíknar. Peningarnir streymdu inn um leið og eitrið flæddi út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“