fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Þá var Boris búinn að drekka marga bjóra

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Boris Johnson var mikið í Danmörku þegar Danir voru að glíma við Maastricht-samninginn. Um þetta leyti voru Danir auk þess í forystu ESB og Boris var á öllum blaðamannafundum. Þar stóð hann upp og hélt ræður og maður veltist um af hlátri.“

Þetta skrifar Árni Snævarr, sem eitt sinn var fréttaritari RÚV, í Kaupmannahöfn. Hann segir að Boris hafi haft ótvírætt skemmtanagildi, en fréttirnar sem hann skrifaði hafi komið úr furðulegum áttum og varla staðist ströngustu reglur blaðamennsku. ESB var hins vegar hálf varnarlaust:

„Á eftir hópuðumst við blaðamennirnir í kringum hann, þar sem han var eins og hver annar grínisti. Hann skrifaði líka fréttir fyrir Telegraph. Þær voru ævinlega mjög meinlegar og voru teknar upp víða lika á Íslandi. Lögun banana og stærð smokka. „Brussels has decided…“, „Brussels says…“, „Sources close to…“ . Það tók „Brussel“ alltaf nokkra daga að finna hvaðan slíkir hlutir komu og það kom oft á daginn að „Brussel“ var kannski sjálfstæði hugveita, ræða þingmanns á ráðstefnu, innlegg úr borgaralegu samfélagi eða eitthvað þaðan af langsóttara. En þegar „Brussel“ gat loks svarað fyrir sig var Boris búinn að drekka marga bjóra og koma með margar ennþá langsóttari fréttir. Og við hinir, kollegar hans, búnir að veltast um af hlátri og málsvörn ESB komst sjaldnast til skila.“

Árni endar greinina með þessum hætti og vísar til frægs myndbands þar sem Boris Johnson reynir fyrir sér í fótbolta, þetta var góðgerðaleikur gegn Þýskalandi:

„Nú er hann forsætisráðherra Bretlands. Maður sem umgengst reglur blaðamennsku af álíka alvöru og knattspyrnureglurnar sbr. myndbandið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins