fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Seðlabankinn hefur viku til að stefna blaðamanni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær féllst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á beiðni Seðlabankans um að fresta réttaráhrifum úrskurðar sem nefndin kvað upp 10. júlí síðastliðinn. Nefndin hefur aldrei áður fallist á slíka beiðni í máli er snýr að upplýsingarétti fjölmiðils.

Málið snýst um kröfu Fréttablaðsins um að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Úrskurðarnefndin kvað upp úr um það þann 10. júlí að bankinn ætti að afhenda gögn um þetta þar sem almenningur hefði meiri hagsmuni af því að skjalið verði gert opinbert en að viðkomandi starfsmaður af því að það fari leynt.

Samkvæmt frétt Fréttablaðsins í dag þá féllst nefndin á beiðni bankans um að samningurinn verði ekki afhentur fyrr en dómur sem gerir bankanum skylt að afhenda hann liggi fyrir. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar hefur bankinn nú sjö daga til að vísa málinu til dómstóla og verður hann að krefjast flýtimeðferðar.

Nefndin vísar í niðurstöðu sinni til óvissu um túlkun ákvæðis um undanþágu upplýsingaréttar í málum er varða starfsmenn opinberra stofnanna, umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?