fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Geir gagnrýnir Orkuna Okkar: „Auglýsingunni er breytt þannig að hún verður áróður“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Finnsson, fyrrverandi formaður Ungra Evrópusinna gagnrýnir áróður sem birtist í Facebook-hópnum Orkan okkar baráttuhópur, þar sem orkumál Íslands eru rædd.

Geir gagnrýnir færslu sem birtist í morgun þar sem auglýsing ungmenna sem styðja áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum er breytt þannig að þeim er snúið á hvolf.

„Það finnst mér sérstaklega miður að þarna var ekki í fyrsta skipti notuð auglýsing þar sem myndir af um þrjú hundruð ungu fólki sem mótmælti því að ráðskast skuli með alþjóðasamninga á borð við EES-samninginn, að það sé verið að stofna framtíð okkar í einhverja óþarfa hættu.“ Segir Geir í samtali við DV.

„Þessi auglýsing okkar er þarna notuð í þessari grúbbu, þarna er hún skopstæld og breytt gegn okkur. Auglýsingunni er breytt þannig að hún verður áróður gegn þriðja orkupakkanum.“

„Ég vakti athygli á þessu á Twitter og þar tóku ansi margir undir að þetta væri hreinlega ekki boðlegt,“

Telur að markmiðið sé að lítillækka

Þegar Geir var spurður nánar út í færsluna sagði hann „Það kæmi mér ekki á óvart að það væri verið að reyna að gera lítið úr þessu uppátæki. Staðreyndin er samt sú að það virðist ekki vera mikið til af ungu fólki sem styður málstað Orkunnar Okkar,“

Geir segir að Orkan Okkar hafi birt svipaða auglýsingu og stuðningsmenn EES-samningsins nema með ungu fólki sem var andstætt þriðja orkupakkanum. Geir bendir á að sú auglýsing hafi sýnt talsvert færri einstaklinga og að sumir þeirra myndu ekkert endilega flokkast sem ungt fólk.

„Þarna er bara linnulaus áróður“

Þá gagnrýnir hann líka baráttuhóp Orkunnar Okkar sem hann telur vera fátt meira en áróðurshóp.

„Ég skráði mig upphaflega í hópinn haldandi að þarna væri verið að ræða orkuöryggi og sjálfstæði okkar Íslendinga er varðar orkumál. Svo þegar tíminn leið tók ég eftir því að þetta var í raun bara áróðurshópur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans á Íslandi og eftir því sem ég fylgist meira með umræðunni þá hef ég tekið eftir því að þarna er bara linnulaus áróður,“

„Þarna er fólki einfaldlega hent út ef það kemur með skoðanir sem stangast á við hópinn.“

Geir telur ekki ólíklegt að höfðað verði mál vegna færslunnar, þar sem hún kynni að teljast sem einhverskonar höfundarréttarbrot. Hann telur þó ólíklegt að meðlimir hópsins Orkan okkar baráttuhópur muni hætta að breyta auglýsingunni á þennan hátt, þar sem það hafi verið gert áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?