fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Neytendasamtökin fagna sigri gegn smálánafyrirtækjum – Sjáðu hvernig þú getur mögulega endurheimt peningana þína

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 22. júlí 2019 13:06

Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendasamtökin skoruðu fyrir helgi á Almenna innheimtu ehf. um að stöðva tafarlaust innheimtu á smálánaskuldum sem byggja á ólögmætum lánum, líkt og Eyjan greindi frá. Í yfirlýsingu í dag segjast Neytendasamtökin fagna því að smálánafyrirtæki hafi viðurkennt sök sína um ólöglega starfsemi, með lækkun vaxta niður fyrir löglegt hámark:

„Smálánafyrirtækin sem hingað til hafa veitt lán með ólöglega háum vöxtum tilkynntu í dag að þau muni lækka vexti sína niður fyrir löglegt hámark árlegrar hlutfallstölu kostnaðar sem er 50% auk meginvaxta Seðlabanka Íslands sem nú er 3,75%. Neytendasamtökin fagna því að smálánafyrirtækin hætti nú loksins ólöglegri starfsemi enda hafa samtökin lengi barist fyrir því að böndum verði komið á ólöglega vexti. Þá telja samtökin yfirlýsinguna jafngilda því að fyrirtækin viðurkenni að fyrri vextir hafi verið ólöglegir.“

Neytendasamtökin birta einnig leiðbeiningar um hvernig þeir sem tekið hafi smálán geti mögulega fengið endurgreitt, eigi þeir inni peninga hjá þeim:

Hefur þú tekið smálán ?

-Þrjú skref til að vernda hagsmuni þína

Hafir þú tekið smálán hjá Kredia, Múla, 1909, Hraðpeningum eða Smálánum gætirðu hafa greitt of mikið til baka og átt inni hjá þeim peninga. (Ekki eru öll smálán ólögleg. Vextir og annar kostnaður má vera allt að 54% um þessar mundir. En það er ólöglegt að krefjast hærri vaxta.)

1. Ertu búin að greiða of mikið til baka?

Almenn innheimta sér um innheimtu lánanna ef þau eru komin í innheimtu. Þú getur sent eftirfarandi póst á almenn@almenn.is:

Til þess er málið varðar,
Vinsamlega sendið mér upplýsingar um öll lán sem ég hef tekið hjá fyrirtækinu, dagsetningar þeirra, lánstíma, lánsfjárupphæðir, vexti og annan kostnað sem ég hef greitt hingað til. Ég greiði ekki frekar inn á lánið fyrr en þessar upplýsingar liggja fyrir. Ég fer jafnframt fram á að þið hættið öllum innheimtuaðgerðum þar til ég fæ upplýsingarnar í hendur og hef haft tækifæri til að fara yfir þær.
Virðingarfyllst,
Nafn: Xxxxx Xxxxx
Kennitala: xxxxxx-xxxx

Ef lán er ekki komið í innheimtu og þú telur þig hafa greitt lánsupphæðina til baka getur þú sent samsvarandi bréf beint til smálánafyrirtækja sem þú hefur átt í viðskiptum við:
Kredia: samband@kredia.dk
Múla: samband@mula.dk
1909: samband@1909.is
Hraðpeningar: samband@hradpeningar.is
Smálán: samband@smalan.is

2. Láttu loka skuldfærsluheimildum strax

Brögð eru að því að verið sé að skuldfæra af bankareikningum eða kreditkortum fólks háar upphæðir vegna smálánaskulda. Lántakar hafa gefið upp reikningsnúmer eða kortanúmer og einnig samþykkt skilmála með mjög óljósri skuldfærsluheimild sem ekki fær staðist lög.
Þeir sem tekið hafa smálán ættu að hafa strax samband við bankann sinn og kortafyrirtæki og athuga hvort slíkt heimild er til staðar. Ef svo er þá ætti að loka henni strax. Athugið að hafa þessi samskipti skrifleg, þ.e í tölvupósti.

Arion banki: arionbanki@arionbanki.is
Íslandsbanki: islandsbanki@islandsbanki.is
Landsbanki: landsbankinn@landsbankinn.is

Til þess er málið varðar,
Vinsamlega lokið nú þegar sjálfvirkum skuldfærsluheimildum á öllum reikningum og kortum í mínu nafni, sem kunna að vera í gildi við Ecommerce 2020 og fyrirtæki tengd því, svo sem Múla, 1909, Hraðpeninga, Smálán og/eða Kredia, eða eru í samstarfi við ofantalin fyrirtæki um greiðslumiðlun svo sem QuickPay APS.
Virðingarfyllst,
Nafn: Xxxxx Xxxxx
Kennitala: xxxxxx-xxxx

3. Ertu á vanskilaskrá vegna smálána?

Innheimtufyrirtækið hræðir fólk með hótunum um að skrá það á vanskilaskrá, greiði það ekki hina ólöglegu skuld. En það er auðvitað ekki heimilt að setja fólk á vanskilaskrá vegna ólögmætra lána. Creditinfo hefur staðfest að ekki verði skráð frekari vanskil á fólk vegna smálánaskulda nema höfuðstóll kröfunnar sé í vanskilum. Ef þú ert á vanskilaskrá vegna smálánaskuldar sendu þá póst á Creditinfo og farðu fram á að vera tekin af skrá.

creditinfo@creditinfo.is

Til þess er málið varðar,
Ég lenti á vanskilaskrá vegna ólöglegra smálána. Vinsamlega takið mig af vanskilaskránni tafarlaust og afmáið öll ummerki um veru mína þar.
Vinsamlega verðið við beiðni minni sem fyrst og eigi síðar en að 10 dögum liðnum og sendið mér staðfestingu þegar afskráning hefur átt sér stað.
Virðingarfyllst,
Nafn. Xxxxx Xxxxx
Kennitala: xxxxxx-xxxx

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið