fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Björn Leví segir sannleikann ekki skipta máli: „Hefði ég auðveld­lega getað sent end­ur­greiðslu­beiðni á þingið“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 09:47

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestum er enn í fersku minni sú atburðarrás sem leiddi til þess að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, var dæmd af siðanefnd/forsætisnefnd Alþingis fyrir brot á siðareglum þingmanna vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins.

Aksturskostnaður Ásmundar er málið sem kom boltanum af stað, sem síðan hefur hlaðið utan á sig og orðið sífellt stærri og stærri, með fyrrgreindum afleiðingum. Ásmundur sótti um endurgreiðslu frá Alþingi fyrir að skutla tökufólki frá ÍNN vegna gerðar sjónvarpsþáttar, líkt og hann viðurkenndi í Kastljósinu. Þessvegna sagði Þórhildur Sunna í Silfrinu að rökstuddur grunur léki á að Ásmundur hefði dregið að sér fé.  Upphófst þá mikil umræða um hvenær þingmenn væru þingmenn og hvenær þeir væru ekki þingmenn. Ásmundur endurgreiddi Alþingi fjárhæðina fljótlega eftir þáttinn, en greindi ekki frá því fyrr en löngu síðar.

Alltaf í vinnunni

„Hvenær er ég í vinnunni ? Stutta svarið er alltaf. Það er hins veg­ar ekki full­kom­lega ná­kvæmt svar,“ skrifar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í Morgunblaðið í dag um hvenær þingmenn séu í vinnunni og hvenær ekki. Hann greinir frá því að hann hafi farið á Orkumótið í Vestmannaeyjum með syni sínum sem keppti í knattspyrnu og hvernig sumarfrí hans sem þingmanns sé í raun ekki hefðbundið sumarfrí. Því hefði hann auðveldlega getað fallist í freistni við að senda endurgreiðslubeiðni til Alþingis, þar sem hann hafi einnig verið að sinna sinni vinnu:

„Þarna var ég, í Vest­manna­eyj­um, meðal ann­ars að sinna starfi mínu sem þingmaður. Ég hefði hæg­lega getað boðað nokkra fundi á meðan ég var þarna og farið „í leiðinni“ á Orku­mótið. Ef ég hefði gert það hefði ég auðveld­lega getað sent end­ur­greiðslu­beiðni á þingið vegna þess að það hefði verið starfs­ferð. Það hefði verið erfitt fyr­ir þingið að sjá það í beiðninni hvort um lög­mætt til­efni væri að ræða eða ekki. Það er meðal ann­ars þess vegna sem þing­mönn­um er treyst fyr­ir því að skila reikn­ing­um rétt og heiðarlega inn, vegna þess að það er svo erfitt að greina á milli þess hvort ferð er vegna þingstarfa eða ekki.“

Auðvelt að greina á milli

Björn Leví hefur áður tekið saman tölfræði yfir hvernig endurgreiðslur til alþingismanna virðast þrefaldast í aðdraganda kosninga. Hann segir hinsvegar ekki erfitt að greina á milli hvenær þingmaður skuli sækja um endurgreiðslu og hvenær ekki:

„Svipuð rök heyr­ast í kring­um kosn­ing­ar. Þá á víst að vera svo erfitt að greina á milli þess hvort þing­menn séu á þeyt­ingi út um allt land sem þing­menn eða fram­bjóðend­ur. Ég mót­mæli þessu harðlega, það er bara mjög auðvelt, a.m.k. fyr­ir þing­mann­inn. Fyr­ir kosn­ing­ar er þingmaður að sinna fram­bjóðend­a­starfi og á eng­an rétt til þess að fá end­ur­greidd­an starfs­kostnað.“

Sannleikurinn mátti ekki skipta máli

Björn telur því mikilvægt að rannsaka akstursmál Ásmundur Friðrikssonar betur, sem virðist ekki vera vilji forsætisnefndar. Björn Leví er ósáttur við að haldið sé hlífiskildi yfir slíkri spillingu:

„Þetta er mik­il­vægt af því að ég tel tregðuna í að rann­saka akst­urs­greiðslu­málið vera af þess­um ástæðum, að þing­menn, sér­stak­lega í kring­um kosn­ing­ar, hafi fengið óeðli­lega mikið end­ur­greitt fyr­ir „störf sín“. Þess vegna er allt gert til að koma í veg fyr­ir rann­sókn og slá frek­ar á putt­ana á sendi­boðunum. Þegar málið komst loks­ins út úr for­sæt­is­nefnd mátti ekki skoða sann­leiks­gildi þess hvort óeðli­lega hefði verið farið með end­ur­greiðslur. Pælið í því, sann­leik­ur­inn mátti ekki skipta máli.“

Sjá nánar: Um þrefalt meiri akstur hjá þingmönnum í kosningaham – Skattgreiðendur borga (bensín)brúsann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus