fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

„Sama hvaða drullupollur verður á vegi Miðflokksins, þingmenn hans stökkva kátir í bað“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 30 stuðningsmenn Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja funduðu með Birgi Þórarinssyni, þingmanni Miðflokksins í gær, en hann hefur lýst yfir efasemdum sínum um ályktun Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna á dögunum og gagnrýnt Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra fyrir framgöngu sína gagnvart stjórnvöldum á Filippseyjum.

Duterte tók við embættinu árið 2016 og höfðu hátt í fimm þúsund manns fallið í valinn af höndum lögreglu, eða almennings síðla árs 2018 en Duterte, sem hefur líkt sjálfum sér við Adolf Hitler, hefur einnig hvatt almenning til að taka lögin í eigin hendur og drepa fíkniefnaneytendur en hann hefur sjálfur viðurkennt að hafa tekið fólk af lífi án dóms og laga.

Morð helgi meðalið

Birgir, sem er með BA próf í guðfræði frá Háskóla Íslands og sat í stjórn kristilega stúdentafélagsins KSF, segir hinsvegar að drápin hafi skilað prýðisgóðum árangri, því glæpatíðni hafi minnkað um allt að 70% og virðsit hann því telja að tilgangurinn helgi meðalið. Birgir hefur áður sagt að Duterte sé fórnarlamb falsfrétta og fagnað árangri hans í stríðinu gegn fíkniefnum og glæpahringjum.

Hann gagnrýnir að ekki hafi verið hlustað á stuðningsmenn Duterte hér á landi áður en íslensk stjórnvöld hafi ályktað um málið, líkt og kom upp úr krafsinu á fundinum í gær, en Filippseyingar hér á landi skiptast í tvær fylkingar þegar kemur að Duterte, líkt og í heimalandinu:

„Mér fannst sérstakt að heyra að íslensk stjórnvöld hafi ekki leitað eftir áliti frá samfélagi Filippseyinga hér á landi,“

segir Birgir í samtali við Fréttablaðið.

„Þau hafa áhyggjur af þessu. Þau eiga fjölskyldur í Filippseyjum sem hafa haft samband við þau og lýst yfir óánægju með framgöngu Íslands. Eins og kom fram á fundinum þá hefur verið mikil breyting á stöðu mála í Filippseyjum eftir að þessi forseti tók við.“

Baðar sig í drullupolinum

Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs Thors Björgólfssonar og eiginkona kollega Birgis á Alþingi, Hönnu Katrínar Friðriksson hjá Viðreisn, segir Duterte vera morðingja og lætur Birgi og Miðflokkinn fá það óþvegið:

„Hópur sem styður morðingjann Duterte, forseta Filippseyja, fundaði með einum þingmanna Miðflokksins í gær. Sá þingmaður hefur áður lýst Duterte sem fórnarlambi falsfrétta. Það virðist alveg sama hvaða drullupollur verður á vegi Miðflokksins, þingmenn hans stökkva kátir í bað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“