fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Skaðabótaskylda ISAVIA skoðuð – Kyrrsetningu WOW þotu aflétt

Karl Garðarsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 11:21

Icelandair og WOW. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í morgun að bandaríska leigufélaginu ALC bæri einungis að greiða þær skuldir sem hvíldu á WOW þotunni, sem kyrrsett hefur verið á Keflavíkurflugvelli síðustu mánuði.  Um er að ræða tæpar 90 milljónir króna.

Málið hefur verið að velkjast í dómskerfinu í nokkurn tíma. ISAVIA taldi að ALC bæri að greiða allar skuldir WOW við flugvöllinn, en forsvarsmenn ALC töldu að viðmiðið ætti að vera þær skuldir sem bundnar væru við viðkomandi flugvél. Í kjölfarið kyrrsetti ISAVIA vélina, sem blasað hefur við öllum sem leggja leið sína á flugvöllinn.

RÚV hafði eftir Oddi Ástráðssyni, lögmanni ALC, í morgun að þó ISAVIA kunni að láta reyna á málið  fyrir Landsrétti, þá fresti það ekki réttaráhrifum úrskurðarins, og því geti ALC tekið þotuna strax. Jafnframt verði möguleg skaðabótaskylda ISAVIA skoðuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun