fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Birgitta útilokar stofnun nýs stjórnmálaflokks: „Læt öðrum eftir það stöff“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 16:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í stuttu máli sagt: NEI,“ sagði Birgitta Jónsdóttir ákveðin er blaðamaður DV spurði hana hvort möguleiki væri á því að hún stofnaði nýjan stjórnmálaflokk. Eins og víða hefur komið fram í fréttum tapaði Birgitta kosningu í trúnaðarráð flokksins á miklum átakafundi Pírata á mánudagskvöldið. DV birti í gær myndband frá fundinum, sem upphaflega birtist á Viljanum. Þar fer Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata gífurlega hörðum orðum um Birgittu, sagði hana meðal annars ekki virða trúnað og að hún græfi undan félögum sínum.

Birgitta fór grátandi af fundinum og mun slíta tengsl við Pírata á ný.

Birgitta hefur stofnað tvo stjórnmálaflokka sem hafa náð miklum árangri í kosningum, Borgarahreyfinguna og Píratapartýið. Því vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort hún hyggist stofna nýja stjórnmálahreyfingu.

Í örlítið lengra svari við spurningu blaðamanns segist Birgitta engan áhuga hafa á því að fara aftur á þing:

„Ég hef aldrei verið mjög hrifin af stjórnmálaflokkum. Ég vildi reyna stofna fjöldahreyfingu fólks sem hefði verkfæri til að hafa áhrif á samfélag sitt. Það tókst ekki nægilega vel að gera það á þann veg að tengja það beint við að koma fólki á þing. Held að það sé bara ekki góð blanda. Ég hef persónulega engan áhuga á að fara aftur á þing og það virðist ekki vera neinn skortur á tilraunum til að stofna allskonar flokka. :)Læt öðrum eftir það stöff.“

Birgitta útilokar hins vegar ekki að hún sé að stofna annars konar hreyfingu en flokkspólitískt afl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki