fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Nýr stjórnmálaflokkur í bígerð til höfuðs VG – „Orrustan um Ísland er rétt að byrja“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugafólk um umhverfisvernd hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk til höfuðs VG, ef marka má færslur Hrafns Jökulssonar á Facebook. Þar greinir Hrafn frá því að nauðsynlegt sé að stofna „almennilegan Umhverfisflokk – með stóru U“ sem:

„…tekur að sér varðveislu íslenskrar náttúru, menningar og gætir að þeim, sem helst þurfa. Fylgist með, og verið með — orrustan um Ísland er rétt að byrja.“

Segist Hrafn vera tilbúinn til þess að vera í fremstu víglínu sjálfur, en það láti öðrum betur að vera við stjórnvölinn. Þá segir Hrafn einnig að náttúran og umhverfið eigi sér enga málsvara á Alþingi sem stendur og fordæmir kaup erlendra auðkýfinga á jörðum hérlendis, sem og virkjanaáform:

„Nýr flokkur óskast — Virkjum Íslendinga, ekki Ísland. Í ljósi nýjustu frétta um uppkaup erlendra auðkýfinga á íslenskum jörðum, virkjanaáforma og tortímingu íslenskra víðerna í þágu bitcoin og þeirrar staðreyndar að 83 prósent af íslenskri raforku er notað í þágu stóriðju — og þess að mikil vá vofir yfir öllum jarðarinnar innbyggjurum, sýnist mér brýn þörf á því að stofna Umhverfisflokk Íslands. Náttúra og umhverfi eiga sér enga málsvara í núverandi flokkaflóru, og þar virðast allir í eilífu sumarfríi, og fljóta sofandi að sínum lífeyrisósi. — Ég skal fyrstur manna gerast fótgönguliði í nýrri hreyfingu, sem hefur umhverfið í fyrsta sæti, áherslur jafnaðarmanna í velferðarmálum að leiðarljósi og að öðru leyti heilbrigða skynsemi og frjálslyndi í hávegum.“

Til höfuðs VG

Elísabet Jökulsdóttir, systir Hrafns, sagði við Eyjuna að allt væri þetta ennþá á byrjunarstigi og að hugmyndin væri að halda opinn fund eftir verslunarmannahelgina þar sem tekin yrði ákvörðun um framhaldið. Einhver misskilningur væri um að fundurinn væri í kvöld í Tjarnarbíói, en það sé ekki reyndin.

Elísabet sagði við Viljann að VG hefði ekki staðið sig í stykkinu og því væri þörf á alvöru umhverfisverndarflokki:

„Þetta snýst aðallega um þrennt, náttúruvernd Íslands, uppkaup útlendinga á landi á Norðausturlandi og að lokum stefnuleysi í virkjanamálum. Einnig mál er varða Eldvörpin og árnar í Skagafirði, svo dæmi séu tekin.“

Er haft eftir Elísabetu að VG hafi ekki staðið sig í stykkinu, til dæmis í kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar, og segir hún forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, forðast umræðuna.

Þá hafi verið talað um það á sínum tíma að Kárahnjúkavirkjun yrði síðasta stóra virkjunin, en…:

„Þetta er bara eins og alkóhólisminn, það þarf alltaf meira og meira.“

Berst gegn tortímingu Vestfjarða

Hrafn hefur verið ötull í baráttu sinni gegn áformum um Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum, hvaðan hann er ættaður og bjó sjálfur. Sakaði hann erlenda auðmenn um að tortíma Vestfjörðum og skoraði á hluteigandi að vakna:

„Fyrst VG ætlar fyrst og fremst að standa undir andheitum í pólitík, hvar í veröldinni eru þá vinir vorir í Samfó? Eða náttúruverndarsinnarnir í Framsókn, en þar var Eysteinn afabróðir fyrstur íslenskra stjórnmálamanna til að taka að sér umhverfismál?! Vaknið, fjandinn hafi það!“

Sjá nánar: Hrafn brjálaður yfir„tortímingu“ Vestfjarða:„Vaknið, fjandinn hafi það!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega