fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur segir Ingólfstorg það ljótasta í heimi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. júlí 2019 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, er ekki hrifinn af Ingólfstorginu, sem áður nefndist Hallærisplanið, Steindórsplanið og Hótel – Íslandsplanið.

Á Twitter segir Jón að torgið ætti góðan möguleika á að vinna til verðlauna í mörgum flokkum, ef efnt væri til alþjóðlegrar samkeppni:

„ef það væri efnt til alþjóðlegrar samkeppni um ljótasta miðbæjartorgið þá ætti Ingólfstorg góðan séns að vinna til verðlauna, jafnvel í mörgum flokkum“

Torgið er notað fyrir ýmiskonar uppákomur og er vinsælt meðal hjólabrettafólks og gegnir stóru hlutverki þegar blásið er til ræðuhalda eða atriða í tilefni hátíðardaga á borð við verkalýðsdaginn 1. maí, þjóðhátíðardaginn 17. júní og Menningarnótt.

Torgið er nefnt í höfuðið á Ingólfi Arnarsyni landnámsmanni, en var opnað formlega árið 1993 eftir endurskipulagningu miðborgarinnar. Sagði þáverandi borgarstjóri, Markús Örn Antonsson, að torgið væri samkomustaður borgarbúa á öllum aldri, og það væri byggt „hundruð ára fram í tímann.“

Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur frá 2010 til 2014, en Eyjunni rekur ekki minni til þess að Jón hafi lagt til breytingar á Ingólfstorgi í sinni stjórnartíð.

Hinsvegar stendur nú yfir mikil endurskipulagning á þremur torgum í Reykjavík undir nafninu „Þingholt, torgin þrjú“, þar sem um 300 milljónum er varið til þess að gera upp Baldurstorg, Freyjutorg, og Óðinstorg.

Hér að neðan má sjá myndir frá því hvernig Ingólfstorgið leit út á árum áður, samanborið við hvernig það lítur út í dag:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma