fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Dagur fékk VIP miða á Secret Solstice fyrir tæplega hálfa milljón

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. júlí 2019 16:53

Dagur B. Eggertsson Mynd-Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þáði þrjá svokallaða Artist Gold VIP boðsmiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum í júní, að verðmæti um 450 þúsund krónur. Þetta kemur fram í frétt á vef Hringbrautar. Dagur hefur ekki skráð gjöfina í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa en samkvæmt reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa ber þeim að gefa upplýsingar um gefanda ef þeir þiggja gjafir fyrir meira en 50 þúsund krónur. Þess má geta að Reykjavíkurborg styrkti Secret Solstice um 8 milljónir króna.

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, þáði miða að andvirði 60 þúsund krónur.

Öllum borgarfulltrúum stóð til boða að fá boðsmiða fyrir einn á hátíðina til að þeir gætu fylgst með hátíðinni og uppfyllt eftirlitsskyldu sína. Fram kemur í viðtali Hringbrautar við framkvæmdastjóra hátíðarinnar að þeir borgarfulltrúar sem þess óskuðu hafi fengið fleiri miða. Miðar á hátíðina voru misdýrir og þeir dýrustu afar verðmætir eins og sjá má í tilfelli borgarstjórans.

Uppfært

Þess skal getið að í þeim aðgangi Dagur borgarstjóri fékk að Secret Solstice er vanalega innifalinn matur og drykkur. Slíkt var þó ekki innifalið í aðgangi Dags og samkvæmt heimildum nýtti hann sér ekki veitingar á svæðinu. Aðgangur hans er þó að sama svæði og þeir sem keyptu 150 000 króna miða fengu aðgang að. Samkvæmt spjalli við einn aðstandenda hátíðarinnar eru flestir gestir á þessu svæði þarna í boði hátíðarinnar. Síðan bætast við Óðinn kúnnar sem hafa líka aðgang að veitingum.

 

Sjá nánar á vef Hringbrautar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins