fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Vigdís alsæl með nýju tíðindin: „Hér er brotið blað í sögunni“

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 13. júlí 2019 12:00

Vigdís Hauksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru heldur betur tíðindi sem biðu mín þegar ég kom heim úr frábæru fríi. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu er beðinn að hlutast til um að ráðuneytinu verð send öll gögn málsins og athugasemdir nefndarinnar við kæruna ef einhverjar eru.“

Þetta segir í opinni færslu frá Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa, en hún kærði úr­sk­urð kjör­nefnd­ar, sem skipuð var af sýslu­mann­in­um, til dóms­málaráðuneyt­is­ins. Kjör­nefnd sýslu­manns vísaði máli henn­ar frá í þarsíðustu viku, en það snýst um úr­sk­urð Per­sónu­vernd­ar um fram­kvæmd borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga í Reykja­vík í fyrra. Taldi Vigdís að með úrskurðinum hafi verið gefin heimild til að stunda „kosningsvindl“ svo framarlega sem það komist ekki upp innan sjö daga.

Í fæslu sinni segir Vigdís að nú ráðuneytið muni ekki senda kæruna aftur til Kjörnefndar og er útlit fyrir því að það taki kæruna sjálft til efnismeðferðar. Vigdís tekur þessum fregnum fagnandi og segir hún:

„Hér er brotið blað í sögunni og er ég afar stolt að hafa haldið þessu máli til streitu.“

Þá deilir Vigdís erindinu sem dómsmálaráðuneytið sendi Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu:

„Ráðuneytinu hefur borist meðfylgjandi kæra Vigdísar Hauksdóttur, á úrskurði nefndar sem þér skipuðuð samkvæmt annarri málsgrein 93. greinar laga nr. 5/1998 um kosninga til sveitarstjórna og kveðinn var upp 24. júní síðastliðinn. Vegna kærunnar er þess óskað að þér hlutist til um að ráðuneytinu verði send öll gögn málsins og athugasemdir nefndarinnar við kæruna ef einhverjar eru. Þess er óskað að umrædd gögn og athugasemdir berist eigi síðar en 19. júlí næstkomandi.“

Sjá einnig: Kæru Vigdísar um ógildingu kosninga vísað frá: „Gríðarlegt áfall fyrir lýðræðið í landinu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG