fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Slitastjórar WOW air höfnuðu tilboði frá nýju flugfélagi

Karl Garðarsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 14:18

Ein af vélum WOW air.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn nýja flugfélagsins WAB air leituðu til slitastjóra WOW air og freistuðu þess að kaupa verðmæti úr þrotabúinu, en höfðu ekki erindi sem erfiði, að sögn Sveins Andra Sveinssonar, slitastjóra WOW air. Þannig munu þeir hafa haft áhuga á margvíslegum tölvu- og rekstrarbúnaði sem snerti flugreksturinn og lögðu fram tilboð sem var hafnað. Þetta vekur athygli, sérstaklega þar sem fullyrt var í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, að talsmenn WAB stefni að því að reisa nýtt félag á grunni WOW air.

Sveinn Andri sagði í samtali við DV að sú fullyrðing hefði komið sér verulega á óvart og að hann væri mjög hissa á framsetningu fjölmiðla. ,,Það er ekki verið að verið að byggja neitt á grunni eða rústum WOW air,“ að sögn hans. ,,Þetta kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir.“

Markaðurinn segir að hópur fjárfesta og fyrverandi stjórnenda WOW air vinni að því að stofna nýtt lággjaldaflugfélag, sem gangi undir nafninu WAB  air, í samfloti með írskum fjárfestingasjóði. Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, er ekki í hópnum.  Hefur verið leitað til að minnsta kosti tveggja íslenskra banka í leit að lánsfé, auk þess sem til stendur að slá lán í Sviss. Hefja á rekstur í haust og er gert ráð fyrir að WAB air reki sex vélar. Stefnt er að því að fljúga til fjórtán áfangastaða í Evrópu og Ameríku. Gert er ráð fyrir örum vexti félagsins og að starfsmenn verði orðnir um fimm hundruð á næstu tólf mánuðum og að veltan verði um tuttugu milljarðar króna á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun