fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Hið taumlausa mjólkurþamb

Egill Helgason
Mánudaginn 1. júlí 2019 22:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður ólst upp á Íslandi þar sem var stöðugt og gífurlegt mjólkurþamb. Við drukkum hins vegar lítið vatn þótt það gusaðist ferskt og kalt úr krönunum. Mjólk var drukkin allan daginn og hún var líka höfð með mat.

Núorðið held ég að fæstum detti í hug að hafa mjólk með kvöldmatnum. En þannig var það þá.

Inn á heimilin voru bornir fleiri lítrar af mjólk daglega. Þegar svengd sótti að fólki laumaði það sér í ískápinn og fékk sér mjólkurglas.

Þegar börn komu í sveit, eins og þá tíðkaðist, kynntust þau dálítið öðruvísi mjólkurþambi. Spenvolgri mjólk auðvitað, en líka ákveðinni tegund af kaffidrykkju. Mikil mjólk var almennt sett út í kaffi. Börnum var gefið kaffibland, það var smálögg af kaffi í glasi og svo fyllt upp að barmi með mjólk.

Maður hélt að svona ætti þetta að vera. Mjólkurdrykkja væri eins konar lögmál. En það var víst ekki. Sumar þjóðir drekka ekki mjólk – Asíubúar þola víst illa mjólk. Einu sinni var í framboði í forsetakosningum í Frakklandi stjórnmálamaður sem hét Pierre Mendes-France. Þetta var afburðamaður,  en hann hafði einn veikleika sem gerði honum ómögulegt að verða forseti. Það kom nefnilega í ljós að hann væri buveur de lait, mjólkurdrykkjumaður, vildi helst ekki sjá vín.

Sjálfum hefur mér alltaf fundist mjólk afar vond. Hef eiginlega aldrei drukkið mjólk. Ég sagði reyndar einhvern tímann frá því að ég hefði verið afar kurteist barn – mamma vinar míns vann í mjólkurbúð, ég vildi ekki særa hana svo þegar ég kom í heimsókn til hans þrælaði ég stundum í mig mjólkurglasi eða jafnvel tveimur glösum – því í þá tíð tíðkaðist að fylla samstundis tómt mjólkurglas.

Hin mikla mjólkurdrykkja hefur minnkað verulega í seinni tíð. Það byrjaði með því að farið var að vara fullorðið fólk við að drekka mikið af mjólk. Kom á daginn að það var ekki sérlega flott. Svo hófst taumlaust gosþamb og stendur að nokkru leyti enn, einu sinni voru bara til litlar gosflöskur, en svo tútnuðu þær út og sömuleiðis magnið í þeim. Nú eru svokallaðir orkudrykkir orðnir mjög útbreiddir, ekki síst meðal barna og unglinga. En helst á maður víst bara að drekka vatn og nóg af því.

Ég skrifa þennan pistil í tilefni af skoðanakönnun um matarvenjur Íslendinga þar sem kom í ljós að mjólk er í mestum metum hjá kjósendum Miðflokksins og Framsóknarflokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus