fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

80s blíða – napurt Esjumegin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. júní 2019 18:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er alinn upp á köldu Íslandi. Hlýju skeiði var að ljúka um það bil að ég fæddist, við tóku köld ár. Það var hafís og svo komu sumur þar sem var eiginlega ekkert sumar. Þegar sólin skein í Reykjavík var það yfirleitt í kaldri norðanátt. Ég er enginn veðurfræðingur en tíminn frá 1960 til 1990 var kaldur í minningunni.

Svo var eins og loftslagið færi að breytast aðeins og við fengum óvenjulega hlýjan tíma á árunum eftir 2000. Það var eins og allt mannlífið mýktist á sumrin og gróður spratt óvenju vel.

Í fyrra var svo kalt rigningasumar. En upp á síðkastið hefur veðrið verið eins og á sólarköflunum á kuldaskeiðinu. Þá var eiginlega aldrei sól í Reykjavík nema í napurri norðanátt. Maður kom stundum norður og austur á land og upplifði allt öðruvísi loftslag – líkt og maður væri kominn til útlanda.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri birti þessa mynd af veðurhorfum næstu daga. Andri Snær Magnason svaraði að bragði.

„80s blíða, láta sig hafa að vera í stuttbuxum, napurt við öll hús Esjumegin, brjóstahaldarar undir suðurvegg.“

Þetta er stíf norðanátt, kalt loft, hitastigið hrapar þegar sólin lækkar á lofti og birtan glær, eins og sé verið að gegnumlýsa mann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki