fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Ekki sérlega kurteis gestur – NHS líka undir í viðskiptasamningum Breta og Bandaríkjamanna

Egill Helgason
Mánudaginn 3. júní 2019 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trump Bandaríkjaforseti mætir í opinbera heimsókn til Bretlands við sérkennilegar aðstæður. Það ríkir algjör upplausn í breskum stjórnmálum. Theresa May forsætisráðherra er á leiðinni út og óvíst hver tekur við – The Economist skrifar í forsíðugrein að Brexit sé ekki bara pólitísk kreppa heldur sé það að þróast yfir í stjórnskipunarkreppu.

Trump byrjar heimsókn sína á því að lýsa því yfir að borgarstjórinn í Lundúnum sé aumingi – þetta tvítar hann beint úr forsetaflugvélinni. Undanfarna daga hefur hann svo komið með stórfurðulegar yfirlýsingar um bresk stjórnmál – sem geta engan veginn talist við hæfi þjóðarleiðtoga sem er að koma í heimsókn.

Hann hefur lýst stuðningi við Boris Johnson í leiðtogakjöri íhaldsflokksins. Hann hefur sagt að Nigel Farage eigi að sitja við samningaborðið varðandi útgönguna úr Evrópusambandinu. Og hann hefur lýst yfir stuðningi við Brexit.

Og eitt enn – Trump þrætir fyrir það, en það er sannað með upptöku að hann hafi kallað Meghan Markle, tengdadóttur Karls Bretaprins, illgjarna.

Breska stjórnin telur heimsóknina mikilvæga vegna þess að hún vill gera viðskiptasamning við Bandaríkin að loknu Brexit. En það gæti verið ýmsum vandkvæðum bundið. Woody Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi og vinur Trumps, var í nokkuð opinskáu viðtali í þætti Andrews Marr á BBC í gær.

Þar sagði hann hluti sem gætu staðið illilega í Bretum. Allar hliðar hagkerfisins yrðu á borðinu í slíkum samningum, meðal annars NHS, breska heilbrigðiskerfið. Það er nánast heilög kýr í Bretlandi – almenningur myndi seint fallast á kröfur um að bandarísk fjármálaöfl komist þar nærri.

Annað sem var rætt í viðtalinu voru bandarískar landbúnaðarvörur. Í Evrópu gilda strangari reglur um landbúnaðarframleiðslu en í Bandaríkjunum, en Bandaríkjastjórn vill að Bretar falli frá hinu stranga regluverki. Þar er meðal annars rætt um innflutning á klórþvegnum kjúklingi. Johnson sendiherra segir að breskir neytendur eigi að hafa val um hvort þeir kaupi slíkar vörur eða ekki.

Trump hefur lengi langað í opinbera heimsókn til Bretlands. Fyrir hann skiptir mestu máli að komast á mynd með drottningunni, láta taka á móti sér í Buckinghamhöll, fá að skoða heiðursvörð. Þetta eru hlutir sem hinn hégómlegi Trump kann að meta, tildur og hátignarskap. Svo er spurning hvort hin miklu mótmæli sem er boðað til í Lundúnum nái að skyggja eitthvað á gleðina. En það verður seint sagt að forsetinn sýni gestgjöfum sínum sérstaka kurteisi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins