fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Miðflokkurinn stærri en Framsóknarflokkurinn samkvæmt nýrri könnun

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. júní 2019 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgi Miðflokksins mælist nú 9,8% og bætir flokkurinn rúmlega þremur prósentustigum við sig á milli kannana. Framsóknarflokkurinn mælist með 7,1% fylgi og tapar 2,1 prósentustigum á milli kannana. Af stjórnarflokkunum eru það bara Vinstri græn sem bæta við sig fylgi en flokkurinn mælist nú með 13,1% en var með 10,2% í síðustu könnun.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag en Zenter rannsóknir gerðu könnunina fyrir Fréttablaðið í vikunni.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,6% en mældist 24,2% síðast. Fylgi við ríkisstjórnina breytist lítið en þó segjast mun fleiri ekki vita hvort þeir styðja stjórnina.

Píratar sækja í sig veðrið og bæta við sig rúmum tveimur prósentum frá síðustu könnun og fara í 15,2% úr 13%. Píratar eru því stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og næststærsti flokkur landsins.

Samfylkingin mælist með 14,1% en mældist með 17,4% í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar breytist lítið, mælist nú 9,7% en var 9,9% í síðustu könnun.

Flokkur fólksins tapar einu prósentustigi á milli kannana og mælist nú með 4,3% fylgi en mældist með 5,3% síðast.

Könnun var gerð 25. til 27. júní og var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt