fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Kleinuhringjainnrásin endanlega farin út um þúfur

Egill Helgason
Föstudaginn 28. júní 2019 22:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það lítur út fyrir að við sitjum bara uppi með gömlu íslensku kleinurnar. Og kleinuhringi í bakaríum sem bragðast bara eins og kleinur með kremi.

Kleinuhringjainnrásin á Íslandi hefur gjörsamlega misheppnast. Í dag var tilkynnt að síðustu Krispy Kreme kleinuhringjastaðirnir á Íslandi væru að loka.

Fyrir hálfum áratug eða svo hófst innrásin með opnun Dunkin´Donuts á Laugavegi. Þá stóðu landsmenn í löngum biðröðum eftir kleinuhringjum. Gengu á brott með fulla kassa af hinu fituríka sætmeti.

Svo kom Krispy Kreme. Sérfróð kleinuhringjaæta tjáði mér að þeir væru bragðbetri en Dunkin´Donuts. En allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir harða markaðssetningu mistókst þetta hjá þeim – hún fólst meðal annars í því að ekið var hlassi af kleinuhringjum á Elliheimilið Grund.

Kannski var markhópurinn ekki alveg þar.

Íslendingar eru nýungagjarnir en þeir hafa ekki mikið úthald. Þeir tóku kleinuhringjunum fagnandi. Um tíma voru sölustaðirnir fjölmargir – Dunkin´Donuts ætlaði að opna 16 staði. En svo hætti fólkið að koma og allt fór út um þúfur.

Við höfum semsagt okkar gömlu kleinur – misjafnar að gæðum, oft nokkuð þurrar. Á það hefur reyndar verið bent að á ensku gætu þær nefnst doughknot eða einfaldlega doknot, svona ef við viljum fara að markaðssetja þær fyrir útlendinga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus