fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Eyjan

Sorgarsaga á Norðurskautinu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. júní 2019 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vera hers á Íslandi og aðild að Nató hefur ekki verið frágangsmál á Íslandi síðan á árunum eftir 1970. Þá sat vinstri stjórn sem nötraði um tíma vegna hers og Nató. Þá voru leiðtogar stórveldanna Nixon og Brésnev. En samt var það nú svo að stjórnin sprakk ekki vegna þeirra mála. Síðan hafa setið vinstri stjórnir, nú síðast hreinræktaðasta vinstri stjórn sögunnar þegar VG og Samfylkingin stjórnuðu saman, og þær hafa ekki hróflað við varnarmálunum.
Nú heyrir maður að óánægju gætir vegna þess að Bandaríkjaher er að fara í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli og íslenska ríkið þarf að leggja aðeins meira fé til Atlantshafsbandalagsins en ætlað var.

Staðreyndin er sú að hlutir eru að þróast með afar hvimleiðum hætti í Norðurhöfum. Rússar standa þar fyrir stórfelldri hervæðingu. Nágrannar þeirra Norðmenn eru farnir að hafa af því miklar áhyggjur og hafa aukið viðbúnað sinn. Og nú eru Bandaríkin aftur farinn að horfa aðeins til þessa svæðis – þótt aðalfókus þeirra sé reyndar á aðra heimshluta.

Þetta er sorgarsaga. Suðurskautið er alþjóðlegt friðland, herlaust svæði og nýtur mikillar verndar. Annað er uppi á teningnum á Norðurheimskautinu. Nú hopar ísinn þar og það magnar upp vígbúnað – enda hyggja þjóðir sem búa við Norðurskautið á stórfellda rányrkju. Rússar eru þar fremstir í flokki. Þarna mun brátt hefjast mikil skipaumferð og sókn í auðlindir – með hervald að bakhjarli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga