fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Með bestu kveðju Drífa

Egill Helgason
Mánudaginn 24. júní 2019 22:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bækur geta farið í undarleg og skemmtileg ferðalög. Fyrir mörgum árum fór ég til dæmis inn á fornbókasölu í París. Þar fann ég eina íslenska bók – eftir höfund sem var í sæmilegum metum heima.

Bókina hafði hann gefið frönskum manni og áritað hana til hans með penna, ártalið var að mig minnir 1963. En af veiku blýantskroti á saurblaði bókarinnar mátti ráða að bókin hefði borist inn á fornbókasöluna nánast sama dag og hún var gefin.

Viðtakandinn hefur semsagt alls ekki kært sig um bókina – nema að hann hafi verið svo fjárvana að hann hafi farið beint á fornbókasöluna til að reyna að öngla saman peningum í næsta franskbrauð eða næsta vínglas. En verðið á bókinni hefur varla verið hátt.

Bókin var reyndar á íslensku – svo Frakkinn hefur varla getað lesið hana.

Þetta rifjaðist upp fyrir mér á veitingahúsi á grískri eyju í dag. Þar var smástafli af bókum – og þar á meðal tvær bækur á íslensku. Það eru bækurnar á myndinni hér að ofan: Týnda systirin og Óður til steinsins. Þessar bækur hafa farið í ferðalag og fundið þennan samastað, allavega tímabundið. Þær komu á sinn hátt í leitirnar í dag, en þess er varla að vænta að á þessum stað, undir suðrænni sól, finni þær marga lesendur.

Inn í aðra þeirra var ritað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“