fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Reykjavíkurborg reisir vatnsrennibraut fyrir 200 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. júní 2019 11:10

Tillaga VA arkitekta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarráðs í gær var lagt til að við nýja útisundlaug í Úlfarsárdal yrði reist sjö metra há vatnsrennibraut, byggð á tillögu VA arkitekta. Frumkostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að vatnsrennibrautin og uppsetning hennar kosti 200 milljónir króna.

Starfshópi um uppbygginguna verður falið að vinna nánari útfærslu á vatnsrennibrautinni og lendingarlaug í samráði við íþrótta- og tómstundasvið.

Ekki var gert ráð fyrir vatnsrennibraut við byggingu sundlaugarinnar, en ÍTR bárust ábendingar um að það myndi „auka afþreyingargildi“ hinnar nýju sundlaugar ef þar yrði komið fyrir vatnsrennibraut, sem gerði sundlaugina um leið  fjölskylduvænni.

Mikil uppbygging hefur staðið yfir í Úlfarsárdal, og mun standa yfir næstu ár þar sem nýr leikskóli, grunnskóli, menningarmiðstöð, inni- og útisundlaug og íþróttahús hafa risið og munu rísa, en segja má að hverfið hafi verið sett í frost í kjölfar hrunsins.

Áætlaður heildarkostnaður uppbyggingarinnar eru tæpir 12 milljarðar króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt