fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Ragnar reiður og segir tímabært að atvinnurekendur hverfi úr stjórnum lífeyrissjóða: „Allt saman eintómar blekkingar?“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. júní 2019 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bregst harðlega við ásökunum Guðrúnar Hafsteinsdóttur, vara­formanni stjórn­ar Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna (LV) og stjórn­ar­formanni Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, um að verkalýðshreyfingin hafi verið með frekleg afskipti af stjórn sjóðsins.

Sem kunnugt er þá var samþykkt á fundi stjórnar VR á þriðjudag að boða til fundar fulltrúaráðs VR í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LIVE) hvar borin var upp tillaga um að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í LIVE. Var borið við trúnaðarbresti, en ósættið snýst um ákvörðun stjórnar að hækka breytilega vexti verðtryggðra sjóðsfélagslána úr 2.06% í 2.26%, aðeins örfáum dögum eftir lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Ragnar Þór er ósáttur við hækkunina og sakar Samtök atvinnulífsins um blekkingar.

Blekkingarleikur og skuggastjórn

Ragnar Þór segir að Guðrún sé að kasta steinum úr glerhúsi þegar hún ásaki hann um skuggastjórnun og spyr hvort Samtök atvinnulífsins hafi stundað blekkingar þegar lífskjarasamningarnir voru undirritaðir, því vitað sé að stjórn LIVE hafi stefnt að vaxtahækkuninni í heilt ár:

„Það kemur fram í málflutningi fyrrum formanns LIVE að stjórnin hafi stefnt að vaxtahækkun í þessum lánaflokki í heilt ár. EITT ÁR!! Höfðu þá SA vitneskju um að til stæði að hækka vexti á meðan okkur var lofað að eftirgjöf af launakröfum fæli í sér lækkun vaxta? Voru þetta allt saman eintómar blekkingar?“ /

„Voru SA í blekkingarleik þegar lífskjarasamningarnir voru undirritaðir? Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður stjórnar LIVE, atvinnurekandi og formaður SI telur okkur í verkalýðshreyfingunni vera með frekleg afskipti af stjórn sjóðsins og sakar mig persónulega um skuggastjórnun og hótanir. Þessum alvarlegu ásökunum verður varla svarað öðruvísi en að nú sé tími til kominn að verkalýðshreyfingin beiti sér fyrir því að atvinnurekendur fari úr stjórnum lífeyrissjóða. Það hefur lengi verið rökstuddur grunur um skuggastjórnun af hálfu fyrrum stjórnarmanna úr röðum SA og því broslegt að slíkar ásakanir skuli koma úr röðum þeirra sem sjóðirnir hafa raunverulega þjónað.“

Óvissa um réttarstöðu

„Í ljósi þess að engin haldbær rök voru fyrir hækkun sjóðsins á breytilegum vöxtum, þvert á móti hefðu þeir átt að lækka, og að stjórn sjóðsins „fannst“ vextir vera orðnir of lágir, og breyttu þannig um viðmið í miðri á, má spyrja um réttarstöðu þeirra sjóðfélaga sem eru með lán á breytilegum vöxtum hjá sjóðnum,“

segir Ragnar og nefnir að SA vilji stjórna því hverjir sitji í stjórn LIVE fyrir verkalýðsfélögin:

„Guðrún Hafsteinsdóttir bítur svo hausinn af skömminni með því að kalla eftir viðbrögðum FME vegna breytinga sem við gerðum á fulltrúum okkar í stjórn LIVE. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Samtök atvinnulífsins vilja ráða eða hafa áhrif á það hvaða fulltrúa verkalýðshreyfingin skipar á móti þeim í stjórn. Af hverju ætli það sé?

Ef Guðrún Hafsteinsdóttir kallar eftir viðbrögðum FME vegna þeirra breytinga sem við samþykktum á stjórn sjóðsins, og erum í fullum rétti til, þá mætti hún láta nokkrar af glórulausum fjárfestingum sjóðsins fylgja með í þeirri beiðni um skoðun.

Það er löngu orðið tímabært að sjóðfélagar og almenningur, í gegnum verkalýðshreyfinguna, standi í lappirnar gegn vaxtaokri og öðru siðleysi sem fengið hefur að þrífast innan lífeyrissjóðakerfisins alltof lengi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki