fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Innlend netverslun í miklum vexti

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. júní 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí nam innlend kortavelta Íslendinga í verslun 31 milljarði og jókst um 2,5% frá maí 2018. Innlend netverslun jókst um 48,6% og nam 3,6% innlendrar kortaveltu verslunar í mánuðinum, samkvæmt tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Heildarvelta innlendra greiðslukorta hérlendis nam 69,2 milljörðum kr. í maímánuði og jókst veltan um 3,5% samanborið við fyrra ár og um 14% frá aprílmánuði síðastliðnum. Netverslun og netsala þjónustufyrirtækja nam þá tæpum 8 milljörðum króna í mánuðinum, þar sem hlutfallsleg aukning á milli ára var 56%. Maímánuður 2019, var þannig veltuhæsti mánuður í innlendri netverslun og netsölu, frá því að Rannsóknarsetur verslunarinnar hóf að birta tölur með niðurbroti á netverslun. Ef eingöngu er litið til netverslunar, það er ekki netsölu þjónustufyrirtækja, slær þó nóvember 2018 maímánuði við en þá voru þá markaðsdagar líkt og Svartur föstudagur í aðdraganda jóla.

Dagvöruverslun og stórmarkaðir er stærsti einstaki verslunarflokkurinn en kortavelta hans jókst um 9,7% í maí síðastliðnum samanborið við maí árið á undan og nam kortavelta flokksins 14,6 milljörðum króna. Venjulega er velta flokksins nokkuð stöðug en mögulegra skýringa má leita í samspili góðrar grilltíðar og þess að í mánuðinum voru fimm föstudagar, samanborið við fjóra í sama mánuði í fyrra.

Velta raf- og heimilistækjasala minnkaði um 1,8% í maí samanborið við fyrra ár. Á netinu jókst velta flokksins um 156,8% á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2% á sama tímabili. Í krónum talið, nam veltuaukningin í netverslun flokksins 244 millj. kr. og nam 400 millj. kr. í mánuðinum.

Innlend velta íslenskra korta var 26,8% hærri í fataverslunum á netinu, miðað við síðasta ár. Þegar litið er til verslunar í búðunum sjálfum, jókst veltan um 17,8% á sama tímabili. Þá jókst heildarvelta flokksins um 18% á milli ára í maí og nam alls 2,7 milljörðum.

Verðlag almennra verslunarvara hækkaði um 2,5% á milli ára í maí og stóð veltan í verslun því í stað á föstu verðlagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun