fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Segir Dóru Björt hafa brotið siðareglur sekúndum eftir samþykkt þeirra: „Fullkomið siðleysi, taktleysi og barnaleg hegðun“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. júní 2019 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sakar Dóru Björt Guðjónsdóttur, nýfráfarinn forseta borgarstjórnar, um að hafa brotið siðareglur kjörinna fulltrúa á fundi borgarstjórnar í gær, rétt eftir að þær voru samþykktar.

Vísar Kolbrún til uppákomu sem varð þegar Dóra Björt vék sér að Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna, og spurði hvort hann væri tengdur Strokki Energy, líkt og skráning á vefsíðu félagsins gaf til kynna. Einnig vegna þess að Eyþór notaði tölvupóstfang fyrirtækisins sem ræðismaður Botswana. Spurði Dóra einnig um hvort Eyþór væri tengdur öðrum fyrirtækjum, en Eyþór sagði fyrir kosningar að hann hygðist segja sig úr stjórnum ýmissa fyrirtækja næði hann kjöri sem borgarstjóri.

Eyþór sagði að verið væri að draga hans persónu inn í gróusögur í stað þess að fundað væri samkvæmt áætlun og taldi hann spurninguna skammarlega. Neitaði hann fyrir meint eignarhald sitt í Strokki Energy eða öðrum orkufyrirtækjum:

„Hef ég gert það? Já. Geri ég það núna? Nei.“

Fullkomið siðleysi

Kolbrún Baldursdóttir bregst hart við framgöngu Dóru Bjartar sem hún segir smánarblett á forsetatíð hennar í borgarstjórn:

„Hvernig ráðist var að einum fulltrúa persónulega á fundi borgarstjórnar þegar hann átti sér einskis ills von var skandall. Skiptir ekki máli um hvern hefði verið að ræða, því þegar ræða skal um almennar reglur ræðst maður ekki að einni manneskju og krefst svara um eignir hans. Ég hef ekki viljað trúað svona löguðu upp á meirihlutann en hér var greinilega um ásetning að ræða enda búið að kalla til fjölmiðla. Hér átt að negla einn aðila og koma honum í opna skjöldu og kaldhæðnin var að sekúndum áður voru siðareglur samþykktar, en helmingurinn af þeim síðan brotnar í næsta lið. Fullkomið siðleysi, taktleysi og barnaleg hegðun,“

sagði Kolbrún við Eyjuna og bætti við:

„Ég hefði tekið til varna fyrir hvern sem er í þessum aðstæðum. Þetta var fullkomlega ótækt og ég er bara svo hissa að þau geri svona heimskulega hluti. Fyrir Dóru var þetta ömurlegur endir á forsetatíð hennar í borgarstjórn, hún fór út með skömm. En þetta var greinilega vel undirbúið hjá meirihlutanum, Dóra var með þetta allt skriflegt og ég upplifði að henni væri fjarstýrt, enda réði hún ekkert við stöðuna, RÚV var mætt með myndavélarnar.“

Samþykkti ekki siðareglur

Kolbrún samþykkti sjálf ekki siðareglurnar í gær heldur sat hjá í atkvæðagreiðslu. Í bókun hennar kemur fram að hún telji að það verði hvort sem er ekki farið eftir þeim:

„Borgarfulltrúi Flokks fólksins er ekki mótfallinn þessum reglum enda listi af almennum kurteisisreglum sem innbyggðar ættu að vera í hverja manneskju. Í umhverfi sem ríkir hér í borgarstjórn hef ég hins vegar ekki trú á að reglur sem þessar verði teknar alvarlega. Alla vega ekki á meðan stjórnunarstíll meirihlutans er litaður af slíkri valdbeitingu sem ég hef áður lýst í bókunum.“

Hvað varðar skráningar kjörinna fulltrúa á fjárhagslegum hagsmunum, segir Kolbrún að óljóst sé hvað vaki fyrir meirihlutanum með því að senda málið til borgarráðs, í stað þess að samþykkja reglurnar í borgarstjórn:

„Afar mikilvægt er að kjörnir fulltrúar skrái fjárhagslega hagsmuni sína. Óskað hefur verið eftir að Persónuvernd veitti Reykjavíkurborg samráð í samræmi við ákvæði 30. gr. laga og er málið eðlilega ekki tækt fyrr en sá úrskurður liggur fyrir.  Það er gott að meirihlutinn í borginni hefur séð af sér að ætla að samþykkja þessar reglur hér í borgarstjórn með fyrirvara um úrskurð Persónuverndar eins og til stóð. Nú á að vísa því í borgarráð sem er afar sérkennilegt því málið var á dagskrá forsætisnefndar sl föstudag. Ekki er alveg ljóst hvaða snúninga verið er að taka hér með því að vísa málinu til borgarráðs og situr því borgarfulltrúi Flokks fólksins hjá við atkvæðagreiðslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG