fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Segir deilur innan Sjálfstæðisflokksins snúast um völd: „Við sem réðum öllu hér á sínum tíma, viljum fá að ráða aftur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 19. júní 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágreiningur innan Sjálfstæðisflokksins snýst um eldri meðlimi sem fóru áður með völd og eru ekki tilbúnir að sleppa takinu af þeim þrátt fyrir að hafa formlega stigið úr sviðsljósinu. Þetta kom fram í samtali almannatenglanna Andrésar Jónssonar og Friðjóns Friðjónssonar,  í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Almannatenglarnir tveir voru fengnir í þáttinn til að svara spurningunni um hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri að liðast í sundur. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt núverandi forystu flokksins harðlega í Reykjavíkurbréfum sínum og kom það jafnframt mörgum á óvart þegar afmælisgrein Bjarna Benediktssonar á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins birtist í Fréttablaðinu, en margir töldu það lítt dulbúið skot á Davíð.

Andrés Jónsson og Friðjón Friðjónsson voru báðir sammála um að ofangreindar deilur þýði ekki að Sjálfstæðisflokkurinn sé að klofna. „Stutta svarið er nei,“ sögðu báðir.

Ágreiningur sem kominn er upp á yfirborðið

„Þetta er kannski ágreiningur sem er að koma  upp á yfirborðið milli Davíðs, sem er fyrrum sterkasti formaður flokksins, sem vill  hafa áfram ítök og er ekki ánægður sín ítök greinilega.  Og það hefur verið óopinbert leyndarmál að hann hefur verið að pota í Bjarna reglulega. En nú finnst mér það vera komið alveg upp á yfirborið í rauninni hversu slæmt samband milli þessa fyrrverandi formanns og núverandi formanns í rauninni er,“

segir Andrés.

Hann segir Davíð Oddsson velja það úr sögu flokksins sem henti málflutningi hans. Davíð, sem sjálfur hafi slegið varnagla gegn því að hlusta of mikið á grasrót Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma, nýti núna grasrótina til að styðja við eigin málflutning og gagnrýni gegn sitjandi forystu.

„Í grunninn skynja ég, þegar maður skoðar þetta og það sem hefur verið að gerast á síðust árum. Davíð situr í Morgunblaðinu og vill í rauninni stýra svolítið sínum eigin flokki og vera svona smá formaður til eilífðarnóns. Og unnið Bjarna. Og honum finnst greinilega ekki nógu mikið á sig hlustað.“

„Ég held að slagurinn sé löngu byrjaður. Og Bjarni Ben virðist vera ófeimnari núna að leyfa þessum slag að koma upp á yfirborðið“

Fréttablaðið skynsamlega valið

Friðjón telur Bjarna Benediktsson ekki hafa sent Davíð Oddssyni sneið með því að birta afmælisgrein Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu fremur en í Morgunblaðinu.

„Ég held að það sé óumdeilt að Fréttablaðið er með meiri lesningu. Tæp 80 prósent búa hérna á suðvestur horninu. Fréttablaðið er bara með meiri dreifingu, meiri lestur, þetta er ekki flóknari en það,“  sagði Friðjón og bætti því við að Morgunblaðið hafi ekkert sérstakt gert fyrir Sjálfstæðismenn undanfarin ár. „Ég held að það séu ótrúlega margir Sjálfstæðismenn sem eru ekki áskrifendur að Morgunblaðinu.“

Friðjón er sammála Andrési með það að Davíð virðist velja sér röksemdarfærslur eftir hentisemi. Davíð gagnrýndi í Reykjavíkurbréfi sínu um helgina að núverandi forysta flokksins fylgdi ekki ályktunum landsfunda. Friðjón segir það nokkuð algengt.

„Ég fór á minn fyrsta landsfund 95 og ég minnist þess aldrei og ég gagnrýndi þegar ég var í forystu ungra sjálfstæðismanna fyrir fáránlega mörgum árum síðan, miðað við hvað ég er ungur finnst mér, að forystan fylgdi ekki. Það á við um Davíð Oddsson, það á við um Geir H. Haarde.“

„Mér finnst holur hljómur í gagnrýni manna sem hafa setið í þessari stöðu að halda svona fram. “

Bjarni vill ekki Guðlaug sem formann

Davíð gagnrýndi einnig varaformann flokksins, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og kallaði hana reynslulitla. Andrési fannst það undarlegt, þar sem Þórdís væri ástsæl innan flokksins og líklegur arftaki Bjarna Benediktssonar. Davíð sjálfur hafi vel geta talist reynslulítill þegar hann komst til valda í Sjálfstæðisflokknum.

„Það kemur mjög á óvart, hann nefnir hana ekki einu sinni nafni í bréfinu heldur talar í gátum um hana sem er sennilega ákveðin tilraun til virðingarleysis.“

Það er vel þekkt staðreynd, segir Andrés, að Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill taka við flokknum þegar Bjarni stígur til hliðar. „Bjarni vill ekki að Guðlaugur taki við af sér,“  segir Andrés sem segir margt af því sem landsmenn eru að verða vitni af núna sé birtingarmynd af þeim átökum.

Friðjón er sammála og bendir á fjölda Sjálfstæðismanna sem hafi tekið við völdum tiltölulega ungir og reynslulausir. Þetta sé í raun rík hefð innan flokksins sem hafi reynst vel.

„Að tala um reynsluleysi, mér finnst þetta svo mikið PÍP, afsakið orðbragðið, því í rauninni hefur Sjálfstæðisflokkurinn mikla og góða reynslu af því að treysta fólki sem er í yngri kantinum, að stíga upp og leiða flokkinn.“

Vilja völdin áfram

Samkvæmt Andrési má sjá þess merki að kynslóð Davíðs Oddssonar, sem hafði mikil völd um áratugaskeið, sé ekki tilbúin að sleppa takinu af völdunum.

„Það er svo vant því að hafa völdin, það kann því svo illa að hafa þau ekki. En nú er bara komin önnur kynslóð og af hverju á hún að deila völdum með einhverjum sem er hættur og sögðust vera stignri af sviðinu. Hún þarf að fá að gera sín mistök eða ekki. Styrmir Gunnarsson er kannski besta dæmið um þetta. Hann er alltaf að tala um að það þurfi eldra og reyndara fólk að koma að, en hann er í rauninni að segja: „Við sem réðum öllu hér á sínum tíma, viljum fá að ráða aftur“.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun