fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Meirihluti Íslendinga á móti orkulöggjöf Evrópusambandsins og ófrystu kjöti frá útlöndum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. júní 2019 08:58

Reykjavik cityscape in Iceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimssýn lét kanna viðhorf Íslendinga til þess hvort Ísland ætti vera undanþegið orkulöggjöf Evrópusambandsins og hvort heimila ætti að flytja inn hrátt, ófrosið kjöt.

61% af þeim sem tóku afstöðu vilja að Ísland verði undanþegið Evrópulöggjöf um orkumál, en 39% telja að Íslendingar ættu að gangast undir löggjöfina. Þriðji orkupakkinn fellur undir Evrópulöggjöfina.

Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda stjórnarflokkanna, Miðflokksins og Flokks fólksins vilja að Ísland verði undanþegið orkulöggjöfinni, en rúmur þriðjungur stuðningsmanna Samfylkingarinnar vill undanþágu.

Meirihluti á móti ófyrstu útlendu kjöti

59% þeirra sem afstöðu taka vilja ekki heimila innflutning á hráu, ófrosnu kjöti, en 41% vilja heimila innflutninginn.  Yfirgnæfandi meirihluti stuðningsmanna Framsóknar og Vinstri grænna vill ekki heimila innflutninginn og meirihluti sjálfstæðismanna er einnig andvígur því að innflutningurinn verði heimilaður.   Um þriðjungur stuðningsmanna Samfylkingar og Viðreisnar vilja ekki heimila innflutning á hráu, ófrosnu kjöti.

Yfirgnæfandi meirihluti fólks (tæp 90% þeirra sem taka afstöðu) telur að hætta á ónæmum sýklum eigi að vega þungt við ákvörðun um heimild til að flytja inn hrátt, ófrosið kjöt.  Það á einnig við um stuðningsmenn þeirra stjórnmálaflokka sem hallir eru undir að heimila innflutninginn.  Svo virðist sem allnokkrir telji að hætta vegna ónæmra sýkla sé ásættanleg.

Sjá má niðurstöðu könnunarinnar hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus