fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Þorsteinn Sæmundsson: „Sumir gætu haft gaman af samlíkingunni væri hún ekki svona heimskuleg“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. júní 2019 09:16

Þorsteinn Sæmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, skrifar í Morgunblaðið í dag um þriðja orkupakkann. Tekur hann sérstaklega fyrir afstöðu Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, til málsins, sem sagði að fyrirvarar ríkisstjórnarinnar væru líkt og að vera bæði með „belti og axlarbönd.“

„Sumir gætu haft gaman af samlíkingunni væri hún ekki svona heimskuleg. Samþykkt þriðja orkupakkans er allavega þeim hluta þingheims sem haldið hefur uppi andófi, svo og meirihluta þjóðarinnar, það mikið áhyggjuefni að þeim finnst hún ekki hafandi í flimtingum. Það er samt sannleikskorn í lýsingu þingmannsins vegna þess að í henni kristallast að ríkisstjórnarflokkarnir og samfylkingarflokkarnir virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir haldleysi s.k. fyrirvara þrátt fyrir varnaðarorð sístækkandi hóps sérfræðinga,“

segir Þorsteinn.

Svar óskast

Hann nefnir að annar möguleikinn sé að ríkisstjórnarflokkarnir ásamt Samfylkingu, ætli sér að skella skollaeyrum við viðvörunarorðum, vegna hagsmuna sem séu stærri en brot á stjórnarskrá, eða framsal valds af áður óþekktri stærð:

„Nú ber þess að geta að hefði andóf Miðflokksfólks (og Flokks fólksins fyrstu klukkutímana) ekki komið til væri þegar búið að samþykkja þingsályktunartillöguna. Sú samþykkt hefði þá farið fram áður en innihald fjórða orkupakkans var kynnt opinberlega, áður en fréttir bárust af fjármögnun lagningar sæstrengs í Bretlandi, áður en hver lögspekingurinn af öðrum steig fram í viðbót við þá sem áður höfðu varað við. Þá liggur næst við að spyrja hvaða hagsmunir eða hverra séu það stórir að þeir trompi ákvæði stjórnarskrár eða fullt vald Íslendinga á orkuauðlindum sínum? Svar óskast!“

Þorsteinn segist ekki skilja hvað liggur svona á að samþykkja orkupakkann, fyrst hann skipti svona litlu máli líkt og stuðningsmenn hans segi:

„Áður hefur komið fram að „sameiginlegur skilningur“ sé milli orkumálastjóra ESB og utanríkisráðherra Íslands um s.k. fyrirvara. Hvort sá „skilningur“ varð til yfir kaffibolla í símtali eða í öðru almennu spjalli liggur heldur ekki fyrir enda skiptir það engu máli. „Sameiginlegi skilningurinn“ heldur ekki vatni að mati hæfustu lögspekinga. Nú síðast stigu fram Arnar Þór Jónsson héraðsdómari og fimm nafnkunnir hæstaréttarlögmenn og vara við að samþykkt orkupakkans „skapi lagalega óvissu og áhættu.“ Athyglisvert er að framangreindir lögspekingar deila síður en svo pólitískum skoðunum sem dregur enn á ný fram þá staðreynd að afstaða til þriðja orkupakkans er hafin yfir pólitík. Áhyggjur, varnaðarorð og framlögð rök þeirra sem haft hafa sig í frammi markast af þekkingu reynslu og mati á framtíðaráhrifum samþykktar orkupakkans á íslenska þjóð. Það væri fylgjendum orkupakkans þörf lesning að hlusta á varnaðarorð og ekki síður að gaumgæfa þær miklu upplýsingar sem samtökin „Orkan okkar“ hafa tekið saman og skoða síðan hug sinn um hví ekki má fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans og nýta tímann sem þá gefst til að gaumgæfa nauðsynlega stefnubreytingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn