fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Segir það stríðsyfirlýsingu við heimilin verði Gylfi skipaður seðlabankastjóri

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. júní 2019 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég myndi líta á það sem hálfgerða stríðsyfirlýsingu við íslensk heimili og verkalýðshreyfinguna ef Gylfi Magnússon dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, yrði skipaður nýr seðlabankastjóri.“

Svo ritar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ. Ástæðan er ummæli Gylfa á útvarpsstöðinni K100 þann 4. apríl, hvar Gylfi sagði það misskilning að lækkun vaxta væri góð fyrir heimilin í landinu:

„Það er misskilningur að lækkun vaxta komi heimilunum til góða og galið að takmarka lánstíma verðtryggðra lána.“

Vilhjálmur telur ekki þörf á manni með slíkar skoðanir í Seðlabankann og veðjar því á annan hest:

„Hugsið ykkur ef maður sem segir að það sé byggt á „misskilningi“ að það komi heimilunum til góða að vextir lækki verði næsti seðlabankastjóri! Ég segi, nei takk við þurfum ekki slíkan mann í Seðlabankann. Ég vil sjá Jón Daníelsson, prófessor sem næsta seðlabankastjóra.“

Fjórir um stöðuna

Fjórir umsækjendur eru metnir mjög vel hæfir af 12 umsækjendum um starf nýs seðlabankastjóra, samkvæmt Kjarnanum, en þrír hafa dregið umsókn sína tilbaka, þar af er Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar.

Það eru Gylfi Magn­ús­son, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­son, pró­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra og fyrr­ver­andi aðal­hag­fræð­ingur og aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri, sem allir hafa dokt­ors­próf í hag­fræði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus